fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026

Hefst vegferðin á tölti ?

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. júlí 2018 14:49

Bergþóra Þorkelsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að ekkert geti komið í veg fyrir að nýr forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, muni fara óhefðbundnar leiðir á fyrstu dögum í nýju starfi. Ráðning Bergþóru var umdeild og reynt var að leggja stein í götu hennar þegar fundið var að reynslu hennar og menntun, meðan ráðherrar Framsóknarflokksins vegsömuðu hana í hvívetna, ekki síst fyrir að vera fyrsta konan sem gegndi starfinu. Ekki slæmt veganesti það.

Hvort gatan reynist Bergþóru greið héðan af skal þó ósagt látið. Vegferð hennar hófst í hálfgerðri torfæru og má því til sanns vegar færa að hún þurfi að byggja brýr til þess að sanna sig í starfi á fyrstu dögum þess.

Orðið á götunni er að sá leiðangur stefni í öngstræti. Bergþóra átti að taka við nýju starfi þann 1. ágúst næstkomandi, en fólk á förnum vegi segir að Bergþóra muni ekki hefja störf á tilsettum tíma þar sem hún ætli að fara í nokkurra vikna hestaferð, en hún ku vera mikil hestakona. Einhverjir hafa haft orð á því að Bergþóra sé að fara villu vegar með þessari ákvörðun sinni og eigi heldur að halda sig á beinu brautinni með því að hefja störf á umræddum tíma. Nú eða fara milliveginn og stytta reiðtúrinn, eða fresta honum. Henni séu í raun allir vegir færir ennþá, þar sem vegir liggi til allra átta í málinu, enda enn nokkrir dagar þangað til að 1. ágúst renni upp og nægur tími til ákvarðana. Má því segja að Bergþóra sé á einskonar krossgötum, en  þar sem er vilji, þar er vegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Birting dýraníðsdómsins þótti of þungbær fyrir bóndann

Birting dýraníðsdómsins þótti of þungbær fyrir bóndann
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Raðmorðingi dæmdur til dauða

Raðmorðingi dæmdur til dauða
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Vilhjálmur Egilsson: Ásthildar Lóu málið var verra fyrir Sjálfstæðismenn en málþófið – sátu eftir í fjóshaugnum

Vilhjálmur Egilsson: Ásthildar Lóu málið var verra fyrir Sjálfstæðismenn en málþófið – sátu eftir í fjóshaugnum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Grok gagnrýnt fyrir kynferðislegar gervigreindarmyndir – Katrín prinsessa á meðal þolenda

Grok gagnrýnt fyrir kynferðislegar gervigreindarmyndir – Katrín prinsessa á meðal þolenda
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útilokaði sjálfur að taka við United

Útilokaði sjálfur að taka við United
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Síbrotamaður á skilorði rændi áfengi á skólalóð

Síbrotamaður á skilorði rændi áfengi á skólalóð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir þá elstu og virtustu – Skelfileg byrjun nýja mannsins í kortunum

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir þá elstu og virtustu – Skelfileg byrjun nýja mannsins í kortunum