fbpx
Fimmtudagur 15.janúar 2026

Eftirmálar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 00:58

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að vinnustaðurinn Alþingi verði með vandræðalegasta móti næstu daga, í kjölfar fréttaflutnings DV/Eyjunnar og Stundarinnar af þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins.

Ljóst er að erfitt verður fyrir þá Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason, að útskýra mál sitt fyrir Ingu Sæland, formanni sínum, en þeir virðast ekki treysta henni lengur til að leiða flokkinn, líkt og komið hefur fram með fréttaflutningi af leyniupptökunum.

Gildir þá einu hvort alvara hafi fylgt þeirri uppástungu Sigmundar Davíðs að fá Ólaf yfir til Miðflokksins eða ekki, því ljóst er að lítið traust er til Ingu meðal þeirra Ólafs og Karls. Það gæti haft afleiðingar í för með sér.

Orðið á götunni er að breytingar muni sjást fljótlega á Flokki fólksins.

Margir hafa fordæmt leyniupptökuna. Segja hana til marks um nýja tíma í stjórnmálum hér á landi og að öllum brögðum sé beitt til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Þá hafa miðlarnir DV/Eyjan og Stundin einnig fengið sinn skerf af gagnrýni á samfélagsmiðlum, því einhverjir virðast, ranglega, hafa túlkað fréttirnar á þá leið að miðlarnir sjálfir hafi komið fyrir upptökubúnaðinum. Það er auðvitað ekki rétt, upptökurnar bárust miðlunum nafnlaust. Og líkt og sönnum fréttamiðlum sæmir, er það skylda þeirra að segja fréttir af því sem er augljóslega fréttnæmt, óháð því með hvaða hætti upplýsingarnar bárust.

Fyrir fjölmiðla væri það óskandi að stjórnmálamenn töluðu jafn fjálglega í viðtölum og þeir virðast gera utan kastljóssins. Hinsvegar ætti öllum að vera orðið ljóst að gríman sem stjórnmálamenn setja upp í viðtölum er einmitt bara það, gríma. Það þarf að passa hvað sagt er, svo rangur markhópur sé ekki styggður. Svo er það máske spurning um uppeldi og innræti hvernig orðbragð menn kjósa að nota um samstarfsmenn sína í lokuðum hópi, en baktal er auðvitað ekki einskorðað við þingmenn.

Orðræða stjórnmálamanna virðist skipta almenningi í tvo hópa. Einn hópurinn vill að stjórnmálamenn tali mannamál, segi hlutina eins og þeir eru og fari ekki í kringum hlutina. Þar njóta „kjaftforir“ pólitíkusar gjarnan mikillar hylli.

Hinn hópurinn aftur á móti, miðar að því að vera „pólitísk rétthugsandi“, og er afar viðkvæmur fyrir hverskyns orðanotkun sem þykir úrelt, asnaleg og dónaleg.

Orðið á götunni er að báðir þessir hópar verði nokkuð háværir á næstu dögum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Markmiðin hjá einum besta leikmanni Arsenal opinberuð – Setti þau upp á vegg heima hjá sér

Markmiðin hjá einum besta leikmanni Arsenal opinberuð – Setti þau upp á vegg heima hjá sér
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Tálbeituhópur myrti mann sem vildi hitta 16 ára stúlku

Tálbeituhópur myrti mann sem vildi hitta 16 ára stúlku
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Vill funda með Carrick til að vita með framtíð sína hjá United

Vill funda með Carrick til að vita með framtíð sína hjá United
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Starfsmaður Ford móðgaði Trump og gæti misst vinnuna – Síðan þá hafa magnaðir hlutir gerst

Starfsmaður Ford móðgaði Trump og gæti misst vinnuna – Síðan þá hafa magnaðir hlutir gerst
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Vegna veikinda neyddist móðir til að senda son sinn til föður hans og stjúpmóður – Hún mun sjá eftir því alla ævi

Vegna veikinda neyddist móðir til að senda son sinn til föður hans og stjúpmóður – Hún mun sjá eftir því alla ævi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vel heppnuð aðgerð og vonast til að allt fari vel að lokum

Vel heppnuð aðgerð og vonast til að allt fari vel að lokum
EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Öryggi Danmerkur og öryggisleysi Íslands

Þorsteinn Pálsson skrifar: Öryggi Danmerkur og öryggisleysi Íslands
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Safnar undirskriftum gegn sendiherraefni Trump á Íslandi – „Við viljum ekki svona mann“

Safnar undirskriftum gegn sendiherraefni Trump á Íslandi – „Við viljum ekki svona mann“