Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður Viðreisnar á landsþingi flokksins á Grand Hotel. Var hún sjálfkjörin með 98,9 prósent atkvæða og ein í framboði.
Um 300 mættu á landsfundinn sem er sá best sótti í sögu flokksins, sem nær aftur til ársins 2016.
Hér eru nokkrar myndir frá landsfundinum.