fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Ætlar að herða tökin í útlendingamálum

Eyjan
Fimmtudaginn 11. september 2025 16:30

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Mynd: Stjórnarráð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir veturinn er áhersla lögð á tiltekt í útlendingamálum. Felur hún í sér að afnema séríslenskar reglur og samræma löggjöfina í þessum málaflokki við löggjöf annars staðar á Norðurlöndunum. Frá þessu greinir á vef Stjórnarráðs.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir:

„Við ætlum að ná góðri stjórn á landamærunum. Við megum ekki leyfa jöðrunum að stýra umræðunni, heldur þurfum við að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir. Og það er ég að gera núna. Á sama tíma ber okkur skylda til að taka vel á móti því fólki sem hér sest að þannig að fólk njóti raunverulegra tækifæra. Þau mál sem ég mun mæla fyrir í haust eru öll mikilvæg skref í átt að því að tryggja velferð íbúa landsins til framtíðar.“

Brotamenn geta misst alþjóðlega vernd

Endurflutt verður frumvarp um afturköllun alþjóðlegrar verndar þeirra sem hafa framið alvarleg eða ítrekuð brot, sem og þeirra sem taldir eru geta ógnað öryggi ríkisins. Einnig verður afnumin sér íslensk regla um að eftir 18 mánaða dvöl fái umsækjandi um alþjóðlega vernd sjálkrafa dvalarleyfi vegna tafa á málsmeðferð. Um þetta segir dómsmálaráðherra:

„Þetta eru nauðsynlegar breytingar sem við þurfum að ráðast í. Ríkisstjórnin er samhent um þessar aðgerðir sem snúast fyrst og fremst um að framfylgja skynsamlegri og ábyrgri stefnu. Með þessu sendum við heilbrigð skilaboð um þær kröfur sem við gerum til fólks sem hingað flyst.“

Einnig stendur til að leggja fram frumvarp um uppbyggingu brottfararstöðvar sem og fleiri mál, en nánar má lesa um þetta hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip