fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Eyjan
Mánudaginn 1. september 2025 13:30

Frá þingsetningu 2025. Ólafur Adolfsson lengst til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi breyting á þingflokksformanni eru mestu tíðindin sem hafa orðið í íslenskri pólitík nú síðsumars. Ekki kannski bara það að það hafi verið skipt um þingflokksformann heldur hefur hinn nýi þingflokksformaður Ólafur Adolfsson talað með afar skýrum hætti um það að hann vilji gjörbreyta vinnubrögðum Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðunni,“ sagði Ólafur Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Ólafur vísar þarna til viðtals þingflokksformanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar (Guðmundur Ari Sigurjónsson) á Sprengisandi á Bylgjunni um helgina. Þar fannst Ólafi kveða við allt annan og nýjan tón í málflutningi Ólafs Adolfssonar, langt frá þeirri málþófshörku sem einkenndi framgöngu Sjálfstæðisflokksins á síðasta þingi.

Ólafur segir: „Ein meginspurningin sem menn voru að velta fyrir sér með þennan komandi þingvetur var og er hvaða afleiðingar beiting 71. greinarinnar til að stoppa málþófið um veiðigjöldin, hvaða áhrif það muni hafa. Sumir töldu að stjórnarandstaðan myndi hefna sín með því að lama þingið og reyndar hefur stjórnin færi á því að koma í veg fyrir slíka lömun með því að beita 71. greininni ekki bara með þeim hætti sem hún gerði síðast heldur getur hún ákveðið t.d. að umræða um tiltekin mál skuli ekki fara fram á tilteknum tíma, það rúmast allt innan núverandi þingskapa. En það er náttúrulega ekki heppilegt að fara í þannig breytingar, að drepa í rauninni málþófshefðina, sem lengi hefur verið mikil meinsemd í íslenskum stjórnmálum, það er miklu heppilegra að gera það í samvinnu stjórnar og stjórnarandstöðu. Í nágrannalöndunum eru engar deilur á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um vinnulagið í þinginu og vinnulagið í þinginu í nágrannalöndunum er allt annað en hér.“

Þjóðin sé þreytt á málþófinu

Ólafur segir að nafni hans, hinn nýi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafi talað skýrt út um það að þjóðin sé þreytt á málþófinu og sætti sig ekki við slík vinnubrögð. Hann leggi áherslu á ný vinnubrögð til að reyna að ná sátt við meirihlutann um framgang mála.

„Það þýðir auðvitað ekki að Sjálfstæðisflokkurinn ætli ekki að vera í harðri stjórnarandstöðu, það er enginn sem er að biðja um sátt í þinginu um þingstörfin að biðja um að menn séu sammála um allt í pólitík. Auðvitað eiga menn að vera ósammála í pólitík. En þarna var sleginn fannst mér allt annar tónn heldur en maður heyrði frá Sjálfstæðisflokknum á síðasta þinginu og þetta gefur manni kannski von um það að í staðinn fyrir eins og ýmsir héldu að þetta nýja þing myndi einkennast fyrst og fremst af hörðum átökum og að stjórnarandstaðan reyndi að lama þingið og vera fyrir í öllum málum, að þá sé Sjálfstæðiflokkurinn tilbúinn til að vinna að því að þingstörfin fari bara fram með skaplegum hætti eins og gerist í nágrannalöndunum.“

Ólafur vék að þeirri umræðu að sérstakt væri að nafni hans Adolfsson hefði verið skipaður formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins vegna þess að hann væri nýliði á þingi. Ólafur bendir á að formaður þingflokks Samfylkingarinnar, Guðmundur Ari Sigurjónsson, væri einnig nýliði á þingi. Segir Ólafur að kannski sé farsælt að nýliðar taki við þessu stöðum til að vinna að því að kveða niður menningu málþófs í þinginu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með