fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Eyjan
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 09:45

Dagur B. Eggertsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, alþingismaður og fyrrverandi borgarstjóri, segir að það ætti að vera flestum fagnaðarefni að forseti framkvæmdastjórnar ESB hafi sótt Ísland heim. Undanfarið hafi ríki ESB snúið bökum saman innan NATO vegna breyttrar stöðu í öryggis- og varnarmálum. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Dagur dapurlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarandstöðunnar við heimsókninni:

„Breytt um­hverfi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um birt­ist víða. Marg­ir okk­ar helstu banda­manna inn­an NATO, sem standa utan ESB, hafa að und­an­förnu gert samn­inga við sam­bandið á sviði ör­ygg­is- og varn­ar­mála. Þeirra á meðal eru Nor­eg­ur og Kan­ada. Það hef­ur verið held­ur sorg­legt að fylgj­ast með viðbrögðum stjórn­ar­and­stöðunn­ar á þingi við því að ís­lenskra hags­muna sé gætt á sama hátt. Það virðist mjög viðkvæmt í póli­tík­inni að stíga skref til nán­ara Evr­ópu­sam­starfs, utan ESB, sem er þó bæði eðli­legt og rétt í ljósi stöðunn­ar. Evr­ópa og ESB deil­ir í flestu gild­um og lífs­sýn með okk­ur Íslend­ing­um. ESB er nú sterk­asti mál­svari alþjóðalaga, viðskiptafrels­is, full­veld­is­rétt­ar ríkja og hefðbund­inna reglna í sam­skipt­um þjóða sem við Íslend­ing­ar eig­um allt und­ir. Þá má ekki gleyma því að til Evr­ópu selj­um við yfir 70% af út­flutn­ings­vör­um okk­ar. Evr­ópa er því okk­ar nátt­úru­legi bandamaður.“

Um þróun mála innan NATO undanfarið segir Dagur:

„Ýmsir spáðu jafn­vel enda­lok­um banda­lags­ins fyr­ir ör­fá­um mánuðum. Ástæðan var meðal ann­ars ýms­ar yf­ir­lýs­ing­ar og bein­ar og óbein­ar hót­an­ir Banda­ríkja­for­seta gagn­vart Kan­ada og Græn­landi. Ljóst er að ekki hef­ur öll­um spurn­ing­um verið svarað þótt banda­lagið hafi þétt raðirn­ar á ný­af­stöðnum leiðtoga­fundi. Á hon­um varð end­an­lega ljóst að þjóðir Evr­ópu hafa tekið hönd­um sam­an um að efla varn­ir sín­ar, auka fjár­magn til varn­ar­mála og axla nú meiri ábyrgð á stuðningi við Úkraínu. Hitt er óbreytt. NATO verður áfram sam­eig­in­leg­ur meg­in­vett­vang­ur varn­ar­sam­starfs þótt Evr­ópa og ESB muni hafa rík­ara hlut­verki að gegna.“

Í lok greinar sinnar bendir Dagur á að þjóðin muni eiga síðasta orðið um aðild Íslands að ESB og framhald aðildarviðræðna:

„Um það er stjórn­arsátt­máli rík­is­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins skýr. Um þá nálg­un ætti að geta skap­ast víðtæk sátt. Og við blas­ir að margt tal­ar fyr­ir því að spyrja þjóðina fyrr en seinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin