fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

Eyjan
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, furðar sig á nýjasta útspili stjórnarandstöðunnar – að ala á ótta við Evrópusambandið. Veltir ráðherrann fyrir sér hvort stjórnarandstæðingar séu hreinlega gengnir af göflunum.

Jóhann skrifar á Facebook: „Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum. Fyrst misbuðu þau þjóðinni með lengsta málþófi sögunnar og létu eins og minnihlutinn hefði neitunarvald á Alþingi, jafnvel gagnvart stórum og stefnumarkandi málum ríkisstjórnar. Svo hlaupa þau upp til handa og fóta yfir því að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsæki Ísland. Sturlast yfir því að leiðtogi stærstu viðskiptablokkar heims, með mörgum okkar helstu vinaþjóðum, ræði við íslenska ráðamenn um viðskiptakjör Íslands og varnar- og öryggismál á breyttum tímum.“

Jóhann segir að nú séu stjórnarandstæðingar að koma með samsæriskenningar um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ætli að smygla Íslandi inn í Evrópusambandið og forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, Ursula von der Leyen, taki við tilskipunum frá forsætisráðherra Íslands, Kristrúnu Frostadóttur, um hvað hún eigi að segja á blaðamannafundum. Jóhann Páll segir hreint með ólíkindum að kjörnir fulltrúar séu að tjá sig með þessum hætti.

„Þessar samsæriskenningar eru ekki settar fram af einhverjum bloggurum útiíbæ eða samfélagsmiðla-bottum heldur af helstu talsmönnum minnihlutans, gamalla og virðulegra stjórnmálaflokka á Alþingi. Fólk sem talar svona, þyrlar upp hræðsluáróðri og beitir sér gegn vestrænni samvinnu með þessum hætti er upptekið við eitthvað allt annað en að gæta að hagsmunum Íslands og gera samfélagið okkar betra.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin