fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Eyjan

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

Eyjan
Mánudaginn 14. júlí 2025 17:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skrifstofa Alþingis hefur sent frá sér fréttatilkynningu um tölfræði 156. löggjafarþings, en þingfundum var frestað í dag. Þingið var að störfum frá 4. febrúar til 14. júní.

Þingfundir voru samtals 91 og stóðu í 710 klukkustundir og 10 mínútur. Meðallengd þingfunda var um átta klukkustundir. Lengsti þingfundurinn stóð í 18 klukkustundir og 30 mínútur. Lengsta umræðan var um veiðigjöld en hún stóð samtals í 162 klukkustundir og 13 mínútur.

Af 131 frumvörpum urðu alls 35 að lögum og 96 voru óútrædd. Af 71 þingsályktunartillögum voru 12 samþykktar og 59 tillögur voru óútræddar.

21 skrifleg skýrsla var lögð fram. Níu beiðnir um skýrslur komu fram, allar til ráðherra. Ein munnleg skýrsla ráðherra var flutt.

Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 266. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 17 og var 12 svarað en ein felld niður vegna ráðherraskipta. 249 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 159 þeirra svarað en ein felld niður vegna ráðherraskipta. 89 biðu svars er þingi var frestað. Þingmál til meðferðar í þinginu voru 502 og tala þingskjala var 869. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 168.

Sérstakar umræður voru 10. Samtals voru haldnir 292 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundi var frestað og opnir nefndarfundir voru fimm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr