fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Eyjan
Föstudaginn 9. maí 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson þingmaður Flokks fólksins segir að framganga stjórnarandstöðunnar í málþófinu um veiðigjaldið hafi minnt hann á ræðu sem fyrrverandi þingmaður flokksins, Sigurður Kári Kristjánsson, fór með á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Þar sagði Sigurður:

„Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjávarútvegsauðlindinni, þá felur það í sér að flokkurinn vill standa utan Evrópusambandsins og því fagna ég.“

Þessi ummæli vöktu gríðarlega athygli á sínum tíma og hefur ítrekað verið vísað til þeirra í gegnum árin. Til dæmis skrifaði ritstjórinn heitinn, Jónas Kristjánsson, árið 2011:

„Þetta segir alla söguna um stöðu Flokksins. Hann er gæzlumaður sérhagsmuna. Gætir þess, að kvótagreifar haldi þýfinu, sem þeir stálu af þjóðinni með veðsetningu á óveiddum afla. Sá er tilgangur og markmið Flokksins. Hann er bófaflokkur, studdur af firrtum kjósendum, sem gegna hlutverki burðardýra í bófaflokki Sjálfstæðisflokksins.“

Dapurlegur og afhjúpandi dagur í þinginu

Ragnar Þór minnist orða Sigurðar þegar hann hlustaði á ræður Jóns Gunnarssonar, fyrrum dómsmálaráðherra, á Alþingi í gær. Þar hafi Jón nánast fullyrt að almenningur í landinu hafi ekki „forsmuni, vitsmuni, til að hafa skoðanir eða taka ákvarðanir um sjávarútveginn“

„Það er margt sem opinberast í umræðunni um sanngjarna og sjálfsagða gjaldtöku fyrir afnot og aðgang að auðlindum þjóðarinnar. Dagurinn í gær var afhjúpandi og jafnframt dapurlegur í þinginu.

Þetta er auðvitað eitthvað sem við öll vitum en framganga stjórnarandstöðunnar í gærkvöldi ætti að nota sem kennsluefni í skólum svo framtíðarkynslóðir geti lært af mistökum fortíðarinnar, hvað það raunverulega kostar að gefa frá sér auðlindir þjóðarinnar. Og hvernig okkur gengur að vinda ofan af því.“

Litla gula hænan og skilningslaus þjóð

Jón Gunnarsson fór með nokkrar ræður í gær; í einni talaði hann um nýlegar skoðanakannanir þar sem meirihluti þjóðarinnar sagðist hlynntur frumvarpi um leiðréttingu veiðigjalda.

„Það er magnað þetta með þessar skoðanakannanir, hvernig mikið er vitnað í það í þessu samhengi,“ sagði Jón og sagðist sjálfur vel treysta sér í að henda í skoðanakannanir um eitt og annað sem almenningur væri líklega sammála, svo sem um að fækka þingmönnum og lækka laun þeirra.

„Það þarf auðvitað að gefa fólki ákveðnar forsendur og upplýsingar. Þegar þingmenn hér tala nú margir með þeim hætti sem þeir gera í þessu mikilvæga máli, þá af slíkri vanþekkingu sem fram kemur, þá væri ekki þess að vænta að almenningur geti með góðu móti sett sig inn í mikilvægi málsins“

Í annarri ræðu sagði hann málið minna á söguna um litlu gulu hænuna. Útgerðin hafi fengið til sín auðlind sem enginn annar hafi nennt að gera arðbæra en svo þegar peningarnir eru farnir að streyma inn, þá skyndilega vilja allir fá að borða kökuna sem þeir neituðu að taka þátt í að baka.

„Þetta er svolítið dæmigert með söguna um litlu gulu hænuna. Enginn vildi þegar erfitt var baka kökuna en þegar framsýnt fólk og öflugir aðilar voru búnir að spila eftir reglunum í nokkur ár, búnir að baka kökuna sem færir þjóðarbúinu gríðarleg verðmæti, þá koma allir og segja: Nú get ég. Það er sennilega ekki til skýrara dæmi um það hvernig við erum að snúast í þessu máli og umræðan er að snúast í þessu máli.“

Jón er á því að umræðan og almenningsálitið byggi á villandi upplýsingum og í raun sé um vanþekkingu að ræða.

„Umræðan hefur oft verið villandi og í raun alveg keyrt um þverbak í öllu bullinu sem fólk lætur frá sér, oft af vanþekkingu en því miður alls ekki af vanþekkingu heldur til að blekkja fólk“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“