fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Eyjan
Þriðjudaginn 16. september 2025 18:30

Heiða Ingimarsdóttir. Mynd: Alþingi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Ingimarsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, greindi frá sárri reynslu í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Reifaði hún vanda þeirra sem glíma við geðræn vandamál og sjálfsvígshugsanir og umfran allt þrautagöngu þeirra í kerfinu, þar sem þau koma víða að lokuðum dyrum. Þannig lýsir Heiða þrautagöngu sinni fyrir alllöngu síðan:

„Virðulegi forseti. Fyrir 17 árum stóð ég kasólétt og hágrátandi fyrir framan lækni og sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður. Ég hafði áður sagt honum frá vanlíðan minni en nú vissi ég að eitthvað yrði að gera. Hann horfði á mig, þagði í smástund og sagði: Já, við skulum bíða aðeins. Ég hringdi norður á Akureyri og bað um tíma hjá geðlækni eða sálfræðingi á spítalanum. Mér var tjáð að ég yrði að hafa tilvísun þrátt fyrir að vera ólétt og í sjálfsvígshugleiðingum. Ég spurði á hversu margar lokaðar dyr fólk í viðkvæmri stöðu þyrfti að ganga áður en það fengi viðeigandi hjálp. Mér var sagt að leita til heimilislæknis. Sem betur fer hafði ég einhvern kraft í mér sem margir á þessum stað hafa ekki. Ég hringdi á allar heilsugæslur í landshlutanum. Ég keyrði í 40 mínútur og á móti mér tók afleysingalæknir sem útskýrði að þetta væri því miður of algengt og það skorti verulega úrræði. Ég var komin á göngudeild á Akureyri tveimur dögum síðar.“

Heiða bendir á að samfélagið sé ekki sterkari en veikasti hlekkur þess og við þurfum að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda. Hún segist hafa bæði séð kerfið virka vel og illa þegar kemur að fólki í viðkvæmri stöðu hvað varðar geðrænar áskoranir. Heiða sagði ennfremur:

„Ég bý fyrir austan þar sem mörg jákvæð skref hafa verið stigin til þess að styðja við íbúana en betur má ef duga skal. Á samfélaginu hvíla djúp sár sem aldrei verða söm en enn er hægt að koma í veg fyrir frekari áföll. Það gladdi því mitt austfirska hjarta að sjá að hæstv. heilbrigðisráðherra hefur brugðist við þeim aðstæðum sem hafa skapast fyrir austan og aukið fjármagn til geðheilbrigðisþjónustu í landshlutanum. Með samstilltu átaki mun samfélagið ná aftur vopnum sínum og við grípum fólk áður en það er um seinan.“

Heiða vísar þarna óbeint í áföll sem riðið hafa yfir fólk í þessum landshluta undanfarin misseri. Er þar skemmst að minnast láts Bríetar Irmu Ómarsdóttur,  25 ára móður frá Fáskrúðsfirði. Sjá einnig: 

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru