fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 15. september 2025 08:34

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, ætlar ekki að bjóða sig fram fyrir flokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum.  Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hún að átta ár séu nægur tími í pólitík að hennar mati og nú sé kominn tími á breytingar.

„Ég hef mikla löngun til að takast aftur á við spennandi verkefni í atvinnulífinu og tel að rétti tíminn til þess sé eftir sveitarstjórnarkosningar næsta vor, eftir að hafa þá starfað sem borgarfulltrúi í 8 ár. Ég er afskaplega stolt af starfi mínu sem oddviti Viðreisnar í borginni og verkefnin sem við höfum tekist á við í samstarfi við frábært fólk úr öllum flokkum hafa verið skemmtileg, krefjandi og gefandi,“ skrifar Þórdís Lóa.

Þá segir hún lifa eftir þeirri hugsjón að hollt sé að breyta til á 8-10 ár afresti.

„Það heldur manni á tánum, gefur nýja sýn og opnar ný tækifæri. Ég skil sátt við borgarstjórn og afskaplega stolt af þeim verkum sem við í Viðreisn höfum komið áfram til hagsbóta fyrir borgarbúa. Það er rétt að tilkynna þessa ákvörðun núna á þessum tímapunkti til þess að félagar mínir í Viðreisn geti hafið undirbúning að því að móta nýjan lista með nýju fólki í tæka tíð fyrir kosningarnar. Ég mun áfram vera til aðstoðar eins og þörf er á,“ skrifar Þórdís Lóa.

Þá fer hún yfir þau fjölmörgu verkefni sem hún hefur tekist á við í borgarstjórn á undanförum kjörtímabilum.

Hér má lesa færslu Þórdísar Lóu í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu