fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Eyjan
Þriðjudaginn 2. september 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef kosið yrði til Alþingiskosninga í dag yrði Samfylkingin með yfirburði en Viðreisn minnkar um tæp tvö prósent frá síðustu kosningum, samkvæmt nýrri fylgiskönnun Gallup. Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur nánast í stað frá kosningum. Sósíalistaflokkurinn kemur illa út úr hallarbyltingu sinni í vor og mælist undir tveimur prósentum. Framsóknarflokkurinn er í hættu á að falla af þingi og er fylgið komið niður í 4,5%.

Í umsögn Gallup um niðurstöðurnar segir:

„Helsta breyting milli mælinga er að fylgi Viðreisnar minnkar um tæplega tvö prósentustig. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0-1 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Hátt í 35% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, tæplega 20% kysu Sjálfstæðisflokkinn, nær 13% Viðreisn, næstum 11% Miðflokkinn og ríflega 7% Flokk fólksins. Rösklega 4% kysu Framsóknarflokkinn en fylgi hans hefur ekki mælst lægra síðan mælingar Gallup hófust í júní 1992. Næstum 4% kysu Vinstri græn, rösklega 3% Pírata, nær 2% Sósíalistaflokk Íslands og um 1% aðra flokka.

Nær 6% myndu skila auðu eða ekki kjósa og tæplega 13% taka ekki afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp.

Næstum 64% þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnina.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann