fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Eyjan

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Eyjan
Föstudaginn 1. ágúst 2025 06:30

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins þriðjungur aðspurðra óháðra kjósenda er sáttir við aðgerðir Donald Trump það sem af er kjörtímabili hans. Vinsældir hans mælast nú 40% og hafa ekki verið lægri síðan hann tók við forsetaembættinu í janúar.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Reuters/Ipsos gerðu. 1.023 fullorðnir Bandaríkjamenn tóku þátt í könnuninni. 83% Repúblikana voru sáttir við störf Trump en aðeins 3% Demókrata. Þriðjungur óháðra kjósenda var sáttur við störf hans.

Niðurstöðurnar eru ekki bara slæmar fyrir Trump  því 38% aðspurðra voru ánægð með hvernig hann tekst á við efnahagsmálin en um miðjan júlí var hlutfallið 35%. 43% voru sátt við stefnu hans í innflytjendamálum en hlutfallið var 41% fyrir nokkrum vikum.

Í annarri könnun, sem var gerð af CBS/YouGov í síðustu viku, kom í ljós að 47% karla voru sáttir við störf Trump en 53% voru ósáttir. Í október, skömmu áður en forsetakosningarnar fóru fram, studdu 54% karla Trump og 64% sögðust telja að hann yrði sterkur leiðtogi.

Niðurstöðurnar endurspegla óánægju með frammistöðu Trump nú á öðru kjörtímabili hans. Í könnun sem DecisionDeskHQ gerði í þessari viku kemur fram að vinsældir Trump hafa minnkað mikið eða um 12 prósentustig síðan í janúar. Nú segjast 44% kjósenda ánægðir með hann en 56% voru ánægðir með hann í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“