fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja

Eyjan
Föstudaginn 25. júlí 2025 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei hafa fleiri verið óánægðir með stjórnarandstöðuna á Alþingi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem 41,7 prósent sögðust mjög óánægð með störf stjórnarandstöðunnar og 18 prósent sögðust frekar óánægð. Maskína hefur tekið stöðuna mánaðarlega síðan ný ríkisstjórn tók við og má sjá hvernig óánægja hefur aukist mikið samhliða málþófinu á Alþingi. Þar með eru rétt tæp 60 prósent þjóðarinnar óánægð með stjórnarandstöðuna.

Hvað ríkisstjórnina varðar eru 20,4 prósent mjög ánægð, 27,8 prósent frekar ánægð og 24,2 prósent í meðallagi ánægð. Aðeins 13,3 prósent segjast mjög óánægð með störf ríkisstjórnarinnar og 14,1 prósent fremur óánægð. Óánægja hefur aukist lítillega en á sama tíma hafa aldrei fleiri verið mjög ánægðir.

Ríkisstjórnin

Ánægðastir eru kjósendur Samfylkingarinnar, en þar eru 84,5 prósent ánægð en aðeins 3,8 prósent óánægð. Óánægðastir eru kjósendur Lýðræðisflokksins þar sem enginn er ánægður og hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks eru aðeins 12,6 prósent ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar en 68 prósent óánægðir.

Stjórnarandstaðan

Hvað stjórnarandstöðuna varðar þá eru kjósendur Sjálfstæðisflokks ánægðastir, en 38,9 prósent sögðust ánægðir og aðeins 14,5 prósent eru óánægðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?