Brynhildur Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Daga hf. og tekur við starfinu af Pálmari Óla Magnússyni, sem hefur gegnt því frá árinu 2019.
Dagar sérhæfa sig í ræstingum og fasteignaumsjón en fyrirtækið hefur starfað allt frá árinu 1980 og eru starfsmenn um 750 talsins, um allt land.
Brynhildur hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2023 sem sviðsstjóri þjónustu – stærsta og umfangsmesta sviðs Daga. Áður starfaði hún sem stjórnandi og leiðtogi hjá Icelandair Hotels. Brynhildur býr yfir víðtækri reynslu af þjónusturekstri og mannauðsstjórnun og hefur sýnt sterka framtíðarsýn og frumkvæði í störfum sínum hjá Dögum.
„Það er mér mikil heiður að fá tækifæri til að leiða þetta öfluga og metnaðarfulla fyrirtæki áfram með frábæru starfsfólki Daga. Ég hlakka til að vinna með teyminu að áframhaldandi vexti og þróun þjónustu sem skiptir viðskiptavini okkar og samfélagið allt máli,“ segir Brynhildur Guðmundsdóttir, nýr forstjóri Daga.
Benedikt Einarsson, stjórnarformaður Daga, fagnar ráðningu Brynhildar og þakkar fráfarandi forstjóra fyrir hans framlag:
„Brynhildur er kraftmikill og framsækinn leiðtogi sem nýtur trausts innan fyrirtækisins. Hún býr yfir mikilli þekkingu á starfsemi Daga og er réttur leiðtogi til að stýra félaginu inn í næsta kafla. Jafnframt vil ég færa Pálmari Óla Magnússyni innilegar þakkir fyrir hans störf og mikilsmetið framlag á undanförnum sex árum. Á þeim tíma hefur Pálmar gegnt lykilhlutverki í að efla rekstur félagsins og styrkja innviði þess.“