fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Eyjan

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Eyjan
Þriðjudaginn 24. júní 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, blöskrar málþóf stjórnarandstöðunnar gegn veiðigjaldafrumvarpinu og þá einkum málflutningur þingmannsins Jóns Gunnarssonar sem sé að gefa til kynna að útgerðin eigi sjávarauðlind Íslendinga.

„Endilega hlustið á falsið og hræðsluáróður hinnar grímulausu hagsmunagæslu stjórnarandstöðunnar gegn eðlilegu og leiðréttu veiðigjaldi,“ skrifar Inga á Facebook-síðu sína.

„Jón Gunnarsson talar um skerðingu eignarréttar! HVAÐA EIGNARRÉTTAR? Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Inga telur að stjórnarandstaðan ætti frekar að gleðjast yfir því að hærri veiðigjöld muni skila sveitarfélögum hundruðum milljóna í auknar útsvarstekjur og að hægt verði að ráðast í endurreisn „mölbrotinna innviða“ sem núverandi ríkisstjórn hafi fengið í arf eftir forvera sína.

„Nei, ó nei, þá hrópa þeir og arga eins og við séum að koma öllu í kalda kol. Ömurlegt að verða vitni að öðru eins.“

Inga þakkar fyrir alla sem hafa hvatt ríkisstjórnina til dáða. „Við erum VALKYRJURNAR YKKAR og erum komnar til vinna landi og þjóð til heilla.“

Inga tekur fram að ríkisstjórnin ætli að koma veiðigjaldafrumvarpinu í lýðræðislega atkvæðisgreiðslu á þinginu.

„Stjórnarandstaðan er EKKI með NEITUNARVALD á Alþingi Íslendinga. Hún tapaði í sl. kosningum og einfaldlega verður að kyngja því að hafa misst völdin.“

Jón flutti ræðu á áttunda tímanum í kvöld þar sem hann vitnaði í færslu á samfélagsmiðlum eftir hæstarréttarlögmann sem benti á að skattheimta á borð við fyrirhugaða hækkun veiðigjalda gæti aldrei gengið svo langt að hún skerði eignarrétt manna. Rétt er að minna á að ríkisstjórnarflokkarnir hafa ítrekað vísað því á bug að veiðigjöld séu skattar enda eru þau frádráttarbær gjöld í rekstrarreikningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir