fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Ögmundur segir að ekki ríki einhugur um stuðning Íslendinga við Úkraínu – „Vígvæðing grefur undan friði“

Eyjan
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að ekki ríki einhugur hjá þjóðinni um milljarða stuðning Íslendinga til Úkraínu vegna stríðsins við Rússa. Þetta kemur fram í aðsendri grein Ögmundar í Morgunblaðinu í dag.

Ögmundur bendir á að í lok þessa árs verði fjárveitingar Íslendinga til Úkraínu komnar upp í 10 milljarða, en hluti þeirra fer í vopnakaup. Hann segir að ólíkt framlögum vegna hamfaranna í Grindavík, eða aukaframlögum inn í heilbrigðiskerfið, ríki alls ekki einhugur á meðal landsmanna um þessa ráðstöfun.

„Stuðning­ur við stríðshrjáð fólk á vissu­lega rétt á sér en ekki við þá víg­væðingu sem ís­lenska rík­is­stjórn­in og Alþingi hafa skuld­bundið okk­ur til að veita,“ segir Ögmundur og tjáir efasemdir um þá stefnu að óvinir Nató eigi sjálfkrafa að verða óvinir íslensku þjóðarinnar. Hann telur ekki rétt að líta skilyrðislaust á Rússa sem óvini og vill að við nálgumst deiluna með frið að leiðarljósi.

„Vígvæðing grefur undan friði,“ skrifar Ögmundur og átelur hann þjóðir Evrópu fyrir að láta vopnaiðnaðinn teyma sig gagnrýnislaust út í fjáraustur til hernaðar.

„Kjarn­orku­vopn eru á leið nær landa­mær­um Rúss­lands, evr­ópsk hag­kerfi eru að koma sér í stríðsham og und­ir allt þetta tek­ur Ísland. Nær dag­lega heyr­um við for­svarsmenn Alþing­is og rík­is­stjórn­ar­inn­ar tala fyr­ir hærri út­gjöld­um til sam­starfs í NATÓ,“ skrifar Ögmundur og líst honum ekki á blikinu. Sú afstaða að vinir okkar séu í Nató og líta beri á óvini Nató sem óvini Íslands hugnast honum ekki.

Hann segir: „En þá spyr ég hvort við þurf­um ekki að graf­ast fyr­ir um hversu rétt­lát­ir þess­ir meintu vin­ir okk­ar hafi verið gagn­vart veik­b­urða og fá­tæk­um þjóðum og þá einnig hvort all­ir óvin­ir þeirra og jafn­vel vin­ir óvina þeirra séu óverðugir vináttu okk­ar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum
Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Glansmyndin Ísland

Sigurður Hólmar skrifar: Glansmyndin Ísland
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu