fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Eyjan

Gunnar Smári opinberar hvernig hann fór að því að velja sér frambjóðanda

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 1. júní 2024 22:07

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson sósíalistaleiðtogi, fjölmiðlamaður og þjóðfélagsrýnir er mjög virkur við að tjá sig um þjóðfélagsmál. Hann opinberaði nú rétt áður en kjörstöðum var lokað í forsetakosningunum hvernig hann fór að því að ákveða hvaða frambjóðanda hann ætti að kjósa. Gunnar Smári opinberar ekki hvaða frambjóðanda hann kaus en segist hafa látið Sóleyju dóttur sína sem ölast kosningarétt á næsta ári velja frambjóðanda fyrir sig. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hann nýtur leiðsagnar dóttur sinnar við að ákveða hvað hann á að kjósa:

„Ég fór í Ráðhúsið áðan og kaus það sem Sóley dóttir mín sagði mér að kjósa. Ég gaf henni atkvæði mitt í forsetakosningunum 2016 gegn því að hún kynnti sér frambjóðendur og erindi þeirra. Síðan hef ég greitt atkvæði eftir hennar tilsögn í forsetakosningum 2020 og 2024, borgarstjórnarkosningum 2018 og 2022 og í þingkosningum 2016, 2017 og 2021. Þetta eru átta kosningar. Að öllu óbreyttu ætti Sóley að kjósa sjálf næst, í þingkosningum að hausti 2025. Ef ríkisstjórnin springur eftir helgi mun ég enn á ný fara á kjörstað fyrir hennar hönd.“

Hann segir það hafa gefist vel að njóta leiðsagnar Sóleyjar og hann sé því á þeirri skoðun að börn eigi að fá að kjósa en því því sé Sóley hins vegar ekki sammála:

„Ég er fylgjandi kosningarétti barna og spurði Sóley einu sinni hvort hún væri ekki sammála því að börn mættu kjósa eins og annað fólk. Nei, svaraði hún strax. Ha? Afhverju, þú ert búinn að hafa kosningarétt síðan þú varst níu ára. Þú þekkir ekki mína kynslóð, svaraði hún. Ef þú gerðir það myndir þú þakka fyrir að hún er ekki með kosningarétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli