fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Allar Orkustöðvar eru nú Netgíróvæddar

Eyjan
Fimmtudaginn 7. desember 2023 10:43

Frá vinstri: Vífill Ingimarsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar, Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar, Bryndís Gísladóttir sölustjóri Netgíró og Helgi Björn Kristinsson forstöðumaður Netgíró.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkan sem á dögunum tók í gagnið fyrstu færanlegu hraðhleðslustöðvar landsins setur nú enn frekari orku í að efla þjónustuna og nútímavæða svo koma megi til móts við mismunandi þarfir fjölbreyttra viðskiptavina fyrirtæksins. Orkan sem er með 72 stöðvar víðsvegar um landið hefur bætt við nýjum greiðslumöguleika á öllum dælum stöðvanna, nú geta viðskiptavinir notað Netgíró til að greiða fyrir þann orkugjafa sem þeir kjósa að kaupa. Eins geta þeir notað Netgíró til að greiða fyrir rúðuvökva úr svo til gerðum dælum sem staðsettar eru á stöðvunum.

„Það er okkar markmið að gefa viðskiptavinum tækifæri á að nýta sér þær greiðslulausnir sem henta hverju sinni.  Við höfum fengið fyrirspurnir um möguleika á þessari greiðsluleið frá viðskiptavinum beggja fyrirtækja og er innleiðing á Netgíró á Orkustöðvum því viðbótarþjónusta sem við erum stolt af að geta boðið upp á. Lausnin virkar á öllum dælum og því er hægt að kaupa eldsneyti, rafmagn og einnig rúðuvökva. Samstarfið við Netgíró hefur gengið einstaklega vel og gott að geta boðið viðskiptavinum upp á þessa greiðsluleið,“ segir Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar.

Tíu ár eru síðan Netgíró kom fram á sjónarsviðið og var þá fyrsta íslenska greiðslulausnin sem fór ekki í gegnum erlend greiðslumiðlunarkerfi. Lausnin er sjálfstætt íslenskt kerfi sem fór og fer enn í gegnum Reiknistofu bankanna og þaðan beint í heimabankann hjá viðskiptavinum.

„Ég hef sagt það áður að Netgíró var líklega aðeins á undan sinni samtíð, en í sífellt breytilegu umhverfi höfum við náð að sýna fram á að þetta viðskiptamódel okkar og greiðslulausnin sem slík, á heima bæði í nútíð og framtíð. Samstarfið við Orkuna er skref í rétta átt fyrir bæði fyrirtækin og viðskiptavini þeirra. Markmið beggja fyrirtækja er að efla viðskiptavini á sem einfaldastan máta og það er einmitt það sem við erum að gera,“ segir Helgi Björn Kristinsson, forstöðumaður Netgíró.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“