fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Eyjan

Það er svolítið nýtt og óvænt að gerast í bandarískum stjórnmálum – Getur skipt miklu máli í kosningunum á næsta ári

Eyjan
Föstudaginn 1. desember 2023 08:00

Joe Biden. Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var staðfastur Joe Biden sem ávarpaði þjóð sína frá Hvíta húsinu í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas á Ísrael þann 7. október og gerði það sem Bandaríkjamenn vænta venjulega af forseta sínum. Hann sló því föstu að Bandaríkin myndu styðja Ísrael í baráttunni við Hamas. En nú, tæpum tveimur mánuðum síðar, hefur ný og sérstök pólitísk barátta brotist út í Bandaríkjunum.

Þetta snýst um marga unga kjósendur sem verða sífellt gagnrýnni í garð Biden. Á síðustu vikum hafa margar skoðanakannanir sýnt að ungir kjósendur hafa snúið baki við Biden vegna stuðnings hans við Ísrael. Ástæðan eru mannskæðar árásir Ísraelsmanna á Gaza.

Það eru fréttir um mikið mannfall meðal Palestínumanna í árásum Ísraels sem gera að verkum að unga fólkið hefur snúið baki við Biden.

Þetta unga fólk kallast Z-kynslóðin og Aldamótakynslóðin og mun vera tæplega 40% af kjósendum í bandarísku kosningunum á næsta ári að sögn The Washington Post. Segir miðillinn að þetta sé mikið vandamál fyrir Biden.

Þessar tvær kynslóðir samanstanda af kjósendum fæddum 1981 og síðar. Margir þeirra hafa venjulega kosið Demókrata en stríð Ísraels og Hamas hefur heldur betur hreyft við þeim og fengið þá til að skipta um skoðun.

Slæm útkoma Biden í fjölda skoðanakannana á síðustu viku hefur ekki farið framhjá fólki í Hvíta húsinu og þar blikka nú aðvörunarljós. The Washington Post sagði nýlega að Demókrataflokkurinn hafi ráðið ungmennafulltrúa í Wisconsin til að reyna að fá ungt fólk til að taka þátt í grasrótarstarfi fólksins. En spurningin er auðvitað hvort það muni hafa tilætluð áhrif.  Nýleg könnun á vegum NBC News sýndi að 70% kjósenda á aldrinum 18 til 34 ára eru á móti stefnu Bandaríkjanna í málefnum Ísraels.

Margir sérfræðingar hafa bent á að ungir kjósendur hafi á síðustu árum, með góðri kosningaþátttöku, tryggt Demókrötum marga mikilvæga sigra í kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra