fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Jón segir alla 19 hælisleitendurna vera komna aftur til landsins og á framfæri íslenskra skattgreiðenda

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. janúar 2023 06:02

Jón Gunnarsson Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir þeir nítján umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem var synjað um hana og voru sendir úr landi í haust, eru komnir aftur til landsins. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, staðfesti þetta og segir hælisleitendurna vera komna á framfæri íslenskra skattgreiðenda.

Þetta kemur fram í viðtali við Jón í Fréttablaðinu í dag. Segir Jón þetta sýna að verndarkerfið hér á landi sé stjórnlaust. Allir þessir nítján umsækjendur hafi fengið fulla málsmeðferð hér á landi og notið aðstoð löglærðs talsmanns. Að lokum hafi niðurstaðan verið sú að þeim var synjað um alþjóðlega vernd.

Upphaflega stóð til að senda 35 úr landi með sömu flugvélinni. „Þegar til kastanna kom náðist bara að senda 19 þeirra úr landi, en 16 gátu falið sig. Þessir 19 eru núna allir komnir til baka, búnir að endurnýja umsókn sína og komnir á framfæri íslenskra skattgreiðenda,“ segir Jón í viðtalinu.

„Þetta er stjórnleysi. Þetta er hringavitleysa. Við erum komin í ógöngur sem þjóð á þessu sviði,“ segir hann einnig og bætir við að þessi vandi sé heimatilbúinn. Rót hans sé að löggjöfin hér á landi sé linari en í löndunum í kringum okkur. „Og sú fiskisaga flýgur víða sem ýtir undir að hingað koma hópar umsækjenda til að reyna fyrir sér í íslenska kerfinu,“ segir hann einnig.

Hann segir að þetta bitni á þeim sem síst skyldi, fólkinu sem uppfyllir skilyrði um alþjóðlega vernd og búsetu hér á landi. „Flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna er einhver fegursti sáttmáli sem saminn hefur verið. Við viljum geta rækt skyldur okkar með sóma á þeim vettvangi. En þá mega innviðirnir ekki bila af völdum þeirra sem eiga ekki rétt á vernd,“ segir hann.

Hægt er að lesa viðtalið við Jón í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi