fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Stýrihópur á að kanna bann við umferð af heilsufarsástæðum

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 16. júní 2023 11:30

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi Borgarráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt tillaga borgarstjóra um að skipa stýrihóp um aðgerðaráætlun loftgæða.

Með tillögunni fylgir erindisbréf hópsins en samkvæmt því er hlutverk hópsins að marka langtímastefnu um loftgæði og uppfæra aðgerða- og viðbragðsáætlun Reykjavíkurborgar um loftgæði.

Hópurinn á meðal annars að hafa hliðsjón af þeim heimildum sem tilgreindar eru í 85. grein umferðarlaga númer 77 frá 2019 sem varða takmörkun eða bann umferðar um stundarsakir, meðal annars vegna heilsufarsástæðna og botna þá lagalegu óvissu og mismunandi sjónarmið sem ríkt hafi um þessar heimildir í lögunum.

Í þessari lagagrein segir eftirfarandi um bann við umferð af heilsufarsástæðum:

„Sveitarstjórn eða Vegagerðinni, þegar um þjóðveg er að ræða, er heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á vegi eða svæði þegar mengun er yfir heilsufarsmörkum eða hætta er talin á að svo verði. Til grundvallar slíku banni skal liggja fyrir rökstuðningur fyrir takmörkun umferðar vegna mengunar, studdur mæliniðurstöðum og mengunarspám.“

„Takmarkanir á umferð vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja. Upplýsingar um slíkar takmarkanir skulu gefnar með umferðarmerkjum og auglýsingum á opinberum vettvangi, svo sem á vefsetri Vegagerðarinnar eða sveitarfélags eða með öðrum tryggum hætti.“

Í 85. greininni kemur einnig fram að ráðherra geti sett reglugerð um nánari ákvæði um úrræði og við við hvaða kringumstæður megi grípa til takmarkana á umferð. Hins vegar er ekki vísað í neina reglugerð við greinina eins og hún birtist í lagasafni á vef Alþingis. Því virðist slík reglugerð ekki hafa verið sett.

Í erindisbréfi hópsins kemur ekki fram í hverju hin lagalega óvissa, um þessar heimildir í lögunum um takmörkun á umferð af heilsufarsástæðum, felst.

Hópnum er einnig meðal annars falið að skoða aðgerðir erlendis til að auka loftgæði, efna til umræðu um þær og meta hverjar gætu hentað hérlendis.

Í stýrihópnum sitja fjórir borgarfulltrúar: Aðalsteinn Haukur Sverrisson úr Framsóknarflokknum, sem er jafnframt formaður, Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírötum, Hjálmar Sveinsson frá Samfylkingunni og Marta Guðjónsdóttir Sjálfstæðisflokknum. Fimmti fulltrúinn er Elín Björk Jónasdóttir sem er fulltrúi Vinsti grænna í hópnum. Elín á ekki sæti í borgarstjórn en var í þriðja sæti á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum en flokkurinn fékk þá einn fulltrúa kjörinn.

Stýrihópnum verða til aðstoðar sérfræðingar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar.

Hópurinn á að skila tillögum sínum fyrir lok nóvember á þessu ári.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa