fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Margrét Ormslev til Transition Labs

Eyjan
Fimmtudaginn 8. september 2022 08:50

Margrét Ormslev

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við Transition Labs sem yfirmaður rekstrar. Margrét var áður fjárfestingarstjóri hjá Brunni Ventures en þar á undan starfaði hún sem aðstoðarforstjóri Carbon Recycling International þar sem hún tók þátt í inngöngu félagsins á alþjóðamarkað með græna tæknilausn auk þess sem hún leiddi fjármögnun og rekstur félagsins. Hún  hefur einnig starfað hjá Landsbankanum í fyrirtækjaráðgjöf, við ráðgjöf til sprotafyrirtækja og í vöruþróun og hjá VGK verkfræðistofu (nú Mannvit), meðal annars við uppbyggingu Hellisheiðarvirkjunar.

„Ég er gríðarlega spennt fyrir starfinu. Ég brenn fyrir því að vinna með og skapa samstillt teymi sem leysir stór vandamál og varla er til stærra og brýnna verkefni í dag en loftslagsvandinn,“ er haft eftir Margréti í tilkynningu.

Margrét hefur setið í ýmsum stjórnum og ráðum ásamt því að hafa tekið þátt í fjölmörgum verkefnum á vegum atvinnulífs og stjórnvalda. Sem dæmi má nefna Samráðsvettvang Íslands um aukna hagsæld, stjórn Samtaka iðnaðarins auk þess sem hún er stjórnarformaður Tækniseturs.

Margrét er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í orkukerfum og orkustjórnun frá The School of Renewable Energy Science auk B.S. gráðu í iðnaðarverkfræði.

„Það er frábært að fá Margréti í hópinn. Reynsla hennar í umhverfistækni og alþjóðlegum verkefnum er dýrmæt fyrir Transition Labs sem ætlar sér að umbylta grænum iðnaði á Íslandi og hraða þróun alþjóðlegra umhverfislausna,” segir Kjartan Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri Transition Labs.

Um Transition Labs:

Transition Labs leitar uppi framúrskarandi erlend loftslagsverkefni, aðstoðar við að koma þeim á legg hér á landi og auðveldar þeim að skala fyrirtækin upp í rekstrarhæfa stærð. Fyrirtækið hefur nú þegar hafið samstarf við sum af metnaðarfyllstu loftslagsverkefnum heims. Að baki stofnun Transition Labs standa Davíð Helgason, stofnandi Unity, og Kjartan Örn Ólafsson, frumkvöðull og tæknifjárfestir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík