fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Sólveig Anna birtir ráðningarsamning sinn – „Ég hef ekkert að fela“

Eyjan
Laugardaginn 8. október 2022 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að frétt Fréttablaðsins, þar sem segir að í ráðningarsamningi hennar hafi staðið að tölvupóstur hennar yrði eign Eflingar – sé röng.

Birtir hún ráðningarsamninginn því til staðfestingar. Fréttablaðið sagði að í ráðningarsamningi Sólveigar Önnu stæði:

„Öll sam­skipti, raf­ræn sem og önnur, sem starfs­maður móttekur og sendir starfs síns vegna, sem og gögn sem mynduð eru í kerfum og á þjónum fé­lagsins vegna starfsins, eru eign Eflingar og á­skilur fé­lagið sér rétt til að­gangs að þeim eftir því sem þörf krefur“

Sólveig segir þetta alrangt.

„Fréttablaðið birti rétt í þessu frétt um ráðningarkjör mín. Frétt Fréttablaðsins er röng og er því miður birt án þess að afla upplýsinga eða svara hjá mér. En það er auðvitað vaninn þegar eitthvað sem er talið bitastætt varðandi mína persónu dúkkar upp. Ég reyni að lifa með því eftir bestu getu,“ skrifar Sólveig Anna á Facebook.

Hún segir að textinn sem Fréttablaðið birti sé staðlað orðalag úr nýjum ráðningarsamningum sem teknir voru upp eftir skipulagsbreytingar nú í vor „löngu eftir að Agnieszka Ewa og Ólöf Helga brutust inn í tölvupóstinn minn með fulltingi lögmanns ASÍ án nokkurrar uppgefinnar ástæðu og án minnar vitneskju.“

Sólveig Anna segir að jafnvel þó texti af þessu tagi hafi verið í hennar fyrri samningi hefði það aldrei réttlætt hvernig Agnieszka og Ólöf Helga hafi „fótum troðið persónuvernd og allt velsæmi.“

„Aðeins þau sem fara fram í annarlegum og siðlausum tilgangi geta látið eins og framferði þeirra sé á einhvern hátt eðlilegt.“

Sólveig birti með þessu samning sinn og segir að hún hafi ekkert að fela og hefði það verið hennar ánægja að senda Fréttablaðinu þessi gögn ef eftir því hefði verið leitað.

Í frétt Fréttablaðsins kemur þó fram að ekki hafi náðst í Sólveigu Önnu við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til