fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Sólveig Anna býður sig fram til forystu innan ASÍ

Eyjan
Sunnudaginn 18. september 2022 16:43

Sólveig Anna og Ragnar Þór snúa bökum saman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti annars varaforseta Alþýðusamband Íslands. Þá lýsir hún yfir stuðningi við Rangar Þór Ingólfsson, formann VR, í forsetaembættið.

Í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni segir Sólveig að hún viljiu bregðast við hvatningu Eflingarfélaga um að verka- og láglaunafólk eigi sterka rödd innan verkalýðshreyfingarinnar.

Yfirlýsing Sólveigar Önnu í heild sinni:

Kæru félagar, ég hef verið gagnrýnin á Alþýðusamband Íslands. Ég skrifaði nýlega greinaflokk þar sem ég sagði frá vondri reynslu minni af störfum á vettvangi sambandsins síðustu 4 ár; ömurlegri stéttasamvinnu-hugmyndafræði, Salek-kreddum og yfirtöku sérfræðingastéttarinnar á kostnað áhrifa félagsfólks og lýðræðislegra vinnubragða.
Þessari þróun er hægt að snúa við. Ég trúi því að með nýrri forystu, nýjum áherslum og nýjum vinnubrögðum sé mögulegt að umbreyta Alþýðusambandinu. Það getur orðið máttugt og lýðræðislegt samband vinnandi fólks.
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti 2. varaforseta Alþýðusambands Íslands. Með því vil ég bregðast við hvatningu Eflingarfélaga um að við, verka- og láglaunafólk, eigum sterka rödd innan verkalýðshreyfingarinnar. Jafnframt vil ég starfa við hlið Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem hefur lýst yfir framboði til forseta ASÍ. Ég styð framboð hans heils hugar.
Ég hef þá trú að þingi ASÍ 10.-12. október næstkomandi geti skapast sögulegt tækifæri til að gera ASÍ að því afli sem það getur orðið og á að vera: breytingaafl fyrir réttlæti og mótstöðuafl gegn óréttlæti.
Þessari sýn deilum ég og Ragnar Þór, og ég hvet Eflingarfélaga sem og allt félagsfólk í Alþýðusambandinu til að koma með okkur í það verkefni. Það er því miður engin trygging fyrir því að það takist, enda eru andstæðingar okkar margir og einbeittir. En það er skylda okkar að taka slaginn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til