fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Hildur vill opna dyrnar að eðlilegu lífi – „Nágrannalöndin beita öll vægari úrræðum“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 20. ágúst 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, kallar eftir endurskoðun á reglum um sóttkví barna í leik- og grunnskólum borgarinnar. Leggur hún til að skoðað verði að nota hraðpróf sem myndi skera úr um hvort grípa þyrfti til sóttkvíar.

Hildur er ein fjölmargra sem stigið hafa fram undanfarið og lýst yfir efasemdum um framtíðarsýn Þórólfs Guðnasonar, en miðað við yfirlýsingar hans og heilbrigðisyfirvalda er engra breytinga á vænta á takmörkunum innanlands. Ef eitthvað, hefur Þórólfur ítrekað hótað harðari takmörkunum á landsmenn.

Fyrr í dag sagði DV frá því að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefði kallað eftir samskonar endurskoðun á sóttvarnareglum í aðsendri grein á Vísi í morgun.

Hildur ritar sína færslu á Facebook síðu sína, þar sem hún bendir jafnframt á að hvergi sé beitt eins hörðum aðgerðum og hérlendis, þrátt fyrir gríðarlega mikla þátttöku í bólusetningum.

Skólastjórnendur hafa þegar lýst áhyggjum af núverandi fyrirkomulagi og áhrifum þess á skólastarf. Sennilega hafa engir farið verr úr þessum faraldri en börn og ungmenni sem hafa mátt þola verulega röskun á stórum hluta skólagöngunnar. Jafnframt hafa Samtök atvinnulífsins lýst áhyggjum af núverandi fyrirkomulagi sóttkvíar, og þeim stórkostlegu takmörkunum sem fyrirkomulagið mun óhjákvæmilega hafa á skólahald í vetur, með tilheyrandi raski fyrir fólk, fjölskyldur og vinnustaði þeirra.

Hildur segir þá jafnframt að erfitt sé að benda á þá almannahagsmuni sem eiga að réttlæta svo víðtæka beintug sóttkvíar, enda sé um að ræða verulegt inngrip í daglegt líf fólks. „Nágrannalöndin beita öll vægari úrræðum – beina því til fólks að fara varlega, vernda viðkvæma hópa en reyna eftir megni að forða daglegu lífi barna frá neikvæðum áhrifum faraldursins,“ skrifar Hildur enn fremur.

„Við höfum staðið okkur vel í baráttunni við veiruna. Þátttaka í bólusetningum hefur verið góð og bóluefnin hafa skilað þeim mikilvæga árangri að draga verulega úr alvarlegum veikindum. Það er tímabært að líta björtum augum til framtíðar og opna dyrnar að hinu eðlilega lífi,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“