fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Skýtur á dómsmálaráðherra vegna frumvarps um vernd barna gegn barnaníðsefni

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 9. apríl 2021 21:30

Þorbjörg Sigríður og Áslaug Arna. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, lagði í nóvember fram frumvarp um breytingar á ákvæði hegningarlaga um dreifingu barnaníðsefnis á netinu. Málið hlaut ekki brautargengi, þrátt fyrir að hafa bæði vakið mikla jákvæða athygli og að þingmenn allra flokka hafi tekið þátt í að leggja frumvarpið fram, en Þorbjörg var fyrsti flutningsmaður þess.

Í aðsendri grein sem birtist á Vísir.is í dag segir Þorbjörg að barnaníðsefni sé vaxandi vandamál og að Ísland hafi dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum þegar kemur að löggjöf til að taka á þessum brotum af meiri festu. Í frumvarpi hennar hafi til að mynda verið  að refsirammi fyrir stórfelld brot af þessu tagi verði hækkaður úr tveimur árum í sex ár

„Svo gerist það núna að dómsmálaráðherra er að leggja fram frumvarp sem er nánast hið sama og frumvarpið sem hefur legið fyrir á þingi mánuðum saman, það leggur til sama refsihámark, sömu ítrekunarheimild, nefnir sömu verknaðaraðferðir og fjallar um sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brota. Og þá var skýringin kannski komin á því að mál sem naut stuðnings af hálfu fagaðila, samtaka og innan þingsins sjálfs komst samt ekki áfram og fékk ekki umræðu. Getur virkilega verið að lagabreyting sem varðar vernd barna gegn barnaníðsefni hafi legið óhreyft í þinginu mánuðum saman vegna þess að dómsmálaráðherra var ekki sjálf að skrifuð fyrir málinu?“ spyr Þorbjörg í greininni sem ber yfirskriftina Sama hvaðan gott kemur?

Greinina í heild sinni má lesa með því að smella hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík