fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

Ásmundur Einar leggur til styttingu á tökutímabili fæðingarorlofs – Aðeins einn mánuður til skiptana

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 24. september 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félags- og barnamálaráðherra hefur sett inn í samráðsgátt til umsagnar frumvarp um ný heildarlög um fæðingar- og foreldraorlof. Lagðar eru til nokkrar breytingar á réttindum nýbakaðra foreldra.

Þannig er það lagt til í frumvarpinu að 12 mánuðirnir verða óskiptanlegir, þ.e. 6 mánuðir á hvort foreldri. Þó verður heimilt að framselja einn mánuð á milli foreldra í því skyni að koma til móts við aðstæður fjölskyldna.

Þá er lagt til að skipting fæðingarorlofsréttar verði „sem jöfnust“ á milli foreldra. Frumvarpið gerir ráð fyrir að hvert foreldri fyrir sig geti nýtt sex mánuði hvort um sig en verði þó áfram heimilt að framselja aðeins einn mánuð á milli foreldra „til að koma til móts við aðstæður fjölskyldna.“

Tökutímabil stytt svo það sé nýtt áður en til dagvistunar kemur

Frumvarpið gerir ráð fyrir að tökutímabil fæðingarorlofs og fæðingarstyrks verði 18 mánuðir. Þannig hafa foreldrar aðeins 18 mánuði til að nýta 12 mánaða tökurétt fæðingarorlofs. Frá árinu 2012 hefur þetta tímabil verið 24 mánuðir og þar áður var það 36 mánuðir. Þannig hefur tímabilið verið stytt um helming á 8 árum. Röksemdarfærsla ráðherra fyrir þessari breytingu er að „foreldrar nýti rétt sinn til fæðingarorlofs á því tímabili frá því að barn fæðist og þangað til því býðst dagvistun.“ Miklir og langir biðlistar eru eftir dagvistun í Reykjavík, og alls ekki víst að 18 mánaða barn komist að. Enn fremur er óljóst hvernig frítökurétturinn tengist dagvistun barnsins, enda er tökurétturinn eftir sem áður aðeins 12 mánuðir, þó tímabil tökunnar styttist.

Ráðherra leggur enn fremur til að heimildir til yfirfærslu orlofstökurétts í tengslum við barnalög og barnaverndarlög verði rýmkaðar. Er þar um að ræða ófeðruð börn og foreldra sem geta ekki sinnt hlutverki sínu, eða sætir nálgunarbanni gagnvart öðru foreldrinu.

Að lokum eru lagðar til breytingar á stjórnsýslulegri umsýslu fæðingarorlofssjóður og tilkynningarskyldu fæðingarorlofstaka til vinnuveitenda. Þær eru þó minniháttar.

Drögin að frumvarpinu má nálgast hér að neðan, en þar má einnig skila inn umsögn um frumvarpið.

Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi