fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Loga heitt í hamsi á þingi í dag – „Nú á dögunum var sett Íslandsmet í arfi!“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 28. maí 2020 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loga Einarssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, var heitt í hamsi á Alþingi í dag þar sem hann spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, út í arðgreiðslur Samherjamanna til barna þeirra.

„Í ljósi þess að nú á dögunum var sett Íslandsmet í arfi, þar sem uppsafnaður ágóði af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar var afhendur nýrri kynslóð. Um er að ræða mestu tilfærslu á verðmætum á milli kynslóða í íslenskri útgerðarsögu af takmörkuðum auðlindum okkar. […] Finnst honum þetta í fullri einlægni vera eðlilegt, sanngjarnt, heilbrigt?,“ sagði Logi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn ekki sökudólgur

Kristján Þór svaraði því til að Logi væri að bera Sjálfstæðisflokk sökum sem þeir ættu ekki skilið. Þeir hefðu aldrei sett sig á móti því að taka kvótakerfið til endurskoðunar. Það hafi bara ekki náð að ganga eftir að ráðast í slíka endurskoðun.

„Það þarf að ná málamiðlun um svona umdeild atriði en það hefur ekki staðið á Sjálfstæðisflokknum allavega að ræða það og þarf fleiri en einn til þegar á að ná samningum. Við getum alltaf deilt um það hvort að gjaldtaka og meðferð þessara mála sé eðlileg og sanngjörn. Það verður svolítið persónubundið mat hverju sinni. Í mínum huga hef ég engan efa um það að fiskimiðin eru sameign íslensku þjóðarinnar,“ sagið Kristján og bætti við að kveðið væri um sameign þjóðarinnar í fyrstu grein laga um fiskveiðistjórnun.  Hins vegar væri ekki hægt að kenna Sjálfstæðisflokknum einum um alla vankanta á kvótakerfinu.

Logi heimtar svör

Logi steig þá aftur í pontu og krafðist skýrari svara frá Kristjáni.

„Það er auðvitað mikilvægt að í fiskveiðistjórnunarlögunum standi að þetta sé sameign okkar og það sé skýrt. Þða er hins vegar ekki nóg þegar að einstakir útgerðarmenn og erfingjar þeirra geta mokað út úr greininni endalaust af fjármunum. […] En ég vil fá svör ráðherra við því hvort honum finnist þetta eðlilegt, sanngjarnt og heilbrigt. Ekki að það séu skiptar skoðanir í samfélaginu,“ sagði Logi sem sagði það ennfremur koma sér á óvart að Kristján lýsti Sjálfstæðisflokknum sem opnum fyrir hugmyndum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.  Bjarni Benediktsson ætti því að mæta á næsta fund þar sem stjórnarskráin er rædd og ræða um þetta mál.

Frammíköll þegar ráðherra hugðist svara

Kristján steig þá aftur í pontu og sagði Bjarna alltaf mæta á þessa fundi. Kallaði Logi þá frammí og bað ráðherra að snúa ekki út úr. „Ég er bara að svara fullyrðingum hæstvirts þingmanns herra forseti,“ sagði Kristján.

Logi hélt áfram að kalla frammí þar til Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hafði ítrekað hringt þingbjöllu til að fá hljóð.

„Nei mér finnst ekkert eðlilegt við það að fjármunum sé mokað til út úr einhverri tiltekinni atvinnugrein ef þannig háttar til. Varðandi það tiltekna mál sem háttvirtur þingmaður gerir hér að umtalsefni þá sá ég það örugglega á sama tíma og háttvirtur þingmaður í fjölmiðlum. Það hefur ekkert komið inn á mitt borð,“ sagði Kristján.

Logi kallaði þá aftur inn í og bað ráðherra að svara því til hvort honum þætti það eðlilegt, sanngjarnt og heilbrigt.

Kristján endurtók þá það sem hann hafði áður sagt og bætti við: „Það gilda bara um þetta ákveðnar reglur hvoru tveggja skattalegarreglur og ákveðin lög um meðferð mála og þeim ber að fylgja.“

Síðan steig Kristján úr pontu og sést þá Logi elta hann að sæti sínu.

„Háttvirtir þingmenn verða að útkljá þetta einhvers staðar annars staðar en hér í salnum,“ sagði Steingrímur þá og beindi tali sínu að Loga og Kristjáni, en Logi hafði þá að líkindum ekki verið ánægður með svör ráðherra við fyrirspurninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla