fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Vill einfalda leyfisveitingar í orkumálum – „Þetta snýst um að auka skilvirkni“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. febrúar 2020 18:00

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferli leyfisveitinga vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku verður einfaldað og gert skilvirkara samkvæmt tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í innviðum sem kynntar voru í morgun. Hópurinn var skipaður í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum. Frá þessu er greint á vef stjórnarráðsins.

Dæmi eru um að stjórnsýslumeðferð þjóðhagslega mikilvægra framkvæmda í flutningskerfinu hafi tekið meira en 10 ár.

Átakshópurinn skipaði sérstakan undirhóp til að gera tillögur um hvernig gera mætti leyfisveitingaferlið skilvirkara án þess að gefa afslátt af kröfum um vandaðan undirbúning og samráð.

Helstu tillögur hópsins eru:

  • Bættur verði málsmeðferðarhraði hjá lykilstofnunum og mál sett í forgang er varða stjórnsýslu framkvæmda við flutningskerfi raforku
  • Heimilt verði að taka eina sameiginlega aðalskipulagsákvörðun um línulagnir þvert á sveitarfélagamörk
  • Heimilt verði að skipa sérstaka sjálfstæða stjórnsýslunefnd vegna framkvæmda við flutningskerfi raforku til að undirbúa og samþykkja skipulagsákvörðun, gefa út framkvæmdaleyfi og hafa eftirlit með framkvæmdinni
  • Vinna við mat á umhverfisáhrifum annars vegar og skipulagsákvörðun hins vegar verði keyrð samhliða

Eykur skilvirkni

„Ég fagna því að hér höfum við vandaða greiningu á því hvaða þættir hafa verið að valda mestum töfum og raunhæfar tillögur til úrbóta. Þetta snýst ekki um að draga úr kröfum eða samráði, þetta snýst um að auka skilvirkni. Þetta eru góðar tillögur sem ég tel að við eigum að ganga hratt í að útfæra og innleiða,“

segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra orkumála.

Átakshópurinn gerir fjölmargar fleiri tillögur í orkumálum. Þær helstu eru flýting jarðstrengjavæðingar dreifikerfis raforku, efling varaafls, flýting framkvæmda til styrkingar á svæðisflutningskerfi raforku og aukið öryggi í framboði varma til húshitunar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Tillögurnar og viðbótarupplýsingar má nálgast á vefnum innvidir2020.is. Tillögurnar verða til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda til loka mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins