fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Morgunblaðið sakar RÚV um lögbrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 15:30

Efstaleiti, Ríkisútvarpið, RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinar Morgunblaðsins í dag skafa ekki utan af  því er þeir segja í upphafi daglega pistilsins að RÚV brjóti í sífellu lög um hlutleysi í fréttaumfjöllun. Kjarni skrifanna er hins vegar ásökun um tvískinnung af hálfu RÚV í umfjöllun um meint sóttvarnabrot ráðamanna undanfarið, að hafa tekið með allt öðrum hætti á meintu sóttvarnabroti forsætisráðherra og fjármálaráðherra:

„Ríkisútvarpið er nýkomið með nýjan þjónustusamning sem gildir út árið 2023 og hyggst af því tilefni halda áfram að brjóta lög um hlutleysi í fréttaumfjöllun. Þegar sóttvarnayfirvöld með heilbrigðisráðherra í broddi fylkingar tóku við bóluefnum í fyrradag með ræðuhöldum og fjölmenni sem var langt yfir sóttvarnamörkum gerði Rúv enga kröfu um afsögn nokkurs manns og gerði yfirleitt ekkert mál úr þessu samkvæmi. Og þó að heilbrigðisráðherra stæði grímulaus í fjölmenninu og ræddi við fjölmiðla var ekkert fundið að því og ráðherrann ekki spurður ítrekað út í afsögn.“

Þá segir enn fremur:

„Þegar forsætisráðherra var í faðmlögum við Seyðfirðinga, ekki alla grímuklædda, gerði Rúv. enga tilraun til að knýja fram afsögn. Rúv. frétti ekki einu sinni af þessum málum.“

Staksteinar segja að hvorugt málið sé stórmál og ekki afsagnarsök. En ef RÚV hefði í heiðri lög sem um stofnunina gilda og kveða á um hlutleysi verði ekki hjá því komist að ræða um uppsögn beggja ráðherra. Telur höfundur að RÚV hygli ráðherrum í VG á kostnað ráðherra í Sjálfstæðisflokknum. Staksteinar segja að tvískinnungur RÚV sé viðvarandi og ekkert bendi til að hann muni hverfa í framtíðinni.

„Og þetta voru svo sem ekki stórmál, bara tvö dæmi um yfirsjónir og hvorug afsagnarsök. En ef Rúv. héldi í heiðri lög sem um það gilda og kveða á um hlutleysi verður ekki séð hvernig þessi ríkisstofnun gæti komist hjá því að ræða afsögn við þessa tvo ráðherra. Og það ítrekað.

En þessir ráðherrar eru að vísu í vinstri grænum. Væru þeir í öðrum hvorum hinna stjórnarflokkanna þarf ekki að efast um hvernig tekið yrði á þessum augljósu brotum.

Og því miður bendir ekkert til að þessi tvískinningur stofnunarinnar sé á undanhaldi, nema síður sé.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla