fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Segir ókeypis strætó geta sparað borginni milljarða

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. september 2020 16:39

Baldur Borgþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, segir vel hægt að færa rök fyrir því að Reykjavíkurborg geti sparað milljarða á milljarða ofan árlega með því að gera Strætó gjaldfrjálsan. Þetta segir hann í pistli sem birtist hjá Vísi í dag.

Hvernig má það vera? Svarið er einfalt. Með því að sleppa borgarlínu.“

Baldur bendir á að lágmarkskostnaður við borgarlínu verði 100 milljarðar og vel gæti kostnaður farið fram úr áætlunum og jafnvel endað í 300 milljörðum. Rekstrarform borgarlínu liggi ekki fyrir og reynslan hafi ítrekað sínt að kostnaðaráætlanir standist oftast ekki.

En flest vitum við þó af biturri reynslu að kostnaðaráætlanir eiga það til að tvöfaldast og þrefaldast og það þegar best lætur. Því væri óábyrgð að reikna með minna en 200 milljörðum. Vera í lægri kantinum eins og sagt er og rífandi bjartsýn.“ 

Að auki þurfi að gera ráð fyrir rekstrarkostnaði borgarlínu sem líklega muni hlaupa á milljörðum á ári.

Áætlanir borgarstjórnar um að auka aðsókn í strætó hafi ekki gengið eftir. Ætlunin var að auka hlutdeild strætó í ferðavenjum höfuðborgarbúa úr 4 prósentum upp í 12 prósent. Á níu árum hafi þó ekkert breyst og hlutfallið er enn fjögur prósent.

Fórnarkostnaðurinn liggur hins vegar fyrir þar sem fallið var frá fyrirhuguðum nauðsynlegum úrbótum á samgöngumannvirkjum innan borgarmarkanna. Nú gjalda allir fyrir. Líka farþegar Strætó.

Baldur bendir á að heildartekjur af fargjaldasölu Strætó séu tveir milljarðar á ári, eða helmingi minni en viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu muni vera samkvæmt hans útreikningum.

Með því að gera strætó gjaldfrjálsan væri hægt að fjölga notendum og sparað gífurlegan stofnkostnað við borgarlínuna og sparað auk þess alls konar kostnað af rekstri borgarlínunnar.

Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta rétt eins og til stóð þar til fyrir níu árum .

Frelsi til að velja þann ferðamáta sem hver og einn telur bestan fyrir sig, gangandi, hjólandi, Strætó, bílinn eða allt í senn er frelsi sem ekki verður metið til fjár.

Það er ómetanlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“