fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Lífeyrissparnaður landsmanna tæplega 5.2 billjónir

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. mars 2020 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildarinneignir lífeyrissjóðanna hér á landi námu í árslok 2019 5.180 milljörðum króna, eða tæplega 5.2 billjónum, samkvæmt Fjármálaeftirliti Seðlabankans.

Fjórir stærstu sjóðirnir, LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Birta, áttu samtal um 3000 milljarða, eða þrjár billjónir króna, sem er um 57% af lífeyrissparnaði landsmanna en hlutfallið jókst um 0.4% í fyrra.

Alls nam aukningin í lífeyrissparnaði landsmanna um 752 milljarða, eða 17%, samtals í samtryggingu og í séreign.

Mesta raunávöxtun síðan 2005

Við árslok voru um 4.439 milljarðar króna í samtryggingarhlutanum, sem er aukning um 642 milljarða króna, en samkvæmt bráðarbirgðatölum um raunávöxtun nam hún 12 prósentum, sem er það mesta í 20 ár, ef undanskilið er árið 2005, er hún var 13.5%

Í séreignarsparnaði námu heildareignirnar 742 milljörðum, sem er aukning um 112 milljarða, eða 18%.

Erlendar eignir jukust um 455 milljarða og námu í lok árs 1.672 milljörðum.

Af erlendum eignum lífeyrissjóðanna eru um 1.363 milljarðar í verðbréfasjóðum og um 229 milljarðar í hlutabréfum. Afkoma erlendra hlutabréfa er sögð góð á árinu, til dæmis hækkaði vísitala MSCI um 27%.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs