fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Lífeyrissparnaður landsmanna tæplega 5.2 billjónir

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. mars 2020 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildarinneignir lífeyrissjóðanna hér á landi námu í árslok 2019 5.180 milljörðum króna, eða tæplega 5.2 billjónum, samkvæmt Fjármálaeftirliti Seðlabankans.

Fjórir stærstu sjóðirnir, LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Birta, áttu samtal um 3000 milljarða, eða þrjár billjónir króna, sem er um 57% af lífeyrissparnaði landsmanna en hlutfallið jókst um 0.4% í fyrra.

Alls nam aukningin í lífeyrissparnaði landsmanna um 752 milljarða, eða 17%, samtals í samtryggingu og í séreign.

Mesta raunávöxtun síðan 2005

Við árslok voru um 4.439 milljarðar króna í samtryggingarhlutanum, sem er aukning um 642 milljarða króna, en samkvæmt bráðarbirgðatölum um raunávöxtun nam hún 12 prósentum, sem er það mesta í 20 ár, ef undanskilið er árið 2005, er hún var 13.5%

Í séreignarsparnaði námu heildareignirnar 742 milljörðum, sem er aukning um 112 milljarða, eða 18%.

Erlendar eignir jukust um 455 milljarða og námu í lok árs 1.672 milljörðum.

Af erlendum eignum lífeyrissjóðanna eru um 1.363 milljarðar í verðbréfasjóðum og um 229 milljarðar í hlutabréfum. Afkoma erlendra hlutabréfa er sögð góð á árinu, til dæmis hækkaði vísitala MSCI um 27%.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með