fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Eyjan

Atli Eðvaldsson – kveðja frá aðdáanda

Egill Helgason
Mánudaginn 2. september 2019 19:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var í Þýskalandi 1983 þegar Atli Eðvaldsson vann það afrek að skora fimm mörk í leik með liði sínu Fortuna Düsseldorf. Þetta var einstætt afrek og Atli var á forsíðum þýskra blaða. Ég held að Atli hafi verið fyrsti Íslendingurinn sem lék í hinni feikisterku þýsku Bundesligu.

Ég hafði reyndar dáð Atla sem knattspyrnumann frá ungum aldri, hann var fáeinum árum eldri en ég, ég KRingur, hann Valsari, en maður gat ekki annað en hrifist þessum unga hávaxna fótboltamanni, hann var svo einstakur þar sem hann hljóp hnarreistur um völlinn, oft með órætt bros á vörum.

Brosið tjáði ýmislegt, hvað hann hafði gaman af leiknum, að hann væri dálítið stríðinn og líka að hann væri óhræddur við að taka nokkuð hressilega á andstæðingnum.

Ég segi eins og er – það eru fáir íslenskir fótboltamenn sem mér hefur fundist jafn gaman að fylgjast með í leik og Atli Eðvaldsson.

Skrítið er það. Fyrr í dag varð mér einmitt hugsað til Atla, hvernig honum gengi í baráttunni við krabbann. Nú um kvöldmatarleytið frétti ég andlát hans.

Það koma ýmsar minningar í hugann, sérstaklega frá sumrinu 1999 þegar Atli þjálfaði KR, gerði Vesturbæjarstórveldið að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn í meira en þrjátíu ár, byggði upp langbesta lið á landinu, og vann líka bikarkeppnina. Vildi svo til að þetta var á 100 ára afmæli KR. Þá kynntist ég Atla. Hann smitaði út frá sér með því að vera glaður og reifur og sigurviss – og brosandi með sínu strákslega andliti, glampi í augunum. Seinna kvaddi hann, fór að þjálfa landsliðið og svo önnur lið – ég velti stundum fyrir mér hvort við í Vesturbænum hefðum þakkað honum nógu vel fyrir sigrana.

Það fer vel á því að stórleikurinn í næstu umferð Íslandsmótsins er milli Vals og KR. Hann verður leikinn að Hlíðarenda, þar sem Atli ólst upp og vann marga titla, þar eigast semsagt við uppeldisfélag Atla og svo KR, félagið sem hann gekk í þegar hann kom heim úr atvinnumennskunni.

Leikurinn er 16. september. Ég á von á því að þangað komi margir til að heiðra minningu Atla Eðvaldssonar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra