fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Eyjan

Gramsað í bókum í Boston

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boston er mikil menningarborg, líklega eru hvergi í heiminum jafnmargir og framúrskarandi háskólar á einum stað. Þar eru líka bókabúðir sem gaman er að týna sér í. Ein sú þekktasta er Brattle fornbókabúðin sem er í miðbænum, rétt hjá skemmtigarðinum Boston Common. Eitt það skemmtilegasta við hana er hvernig þeir stilla bókum út undir beru lofti og þar er hægt að gramsa í hillunum, að minnsta kosti þegar er sæmilegt veður.

Inni í búðinni getur að líta myndir af fágætum titlum sem hafa farið um hendur bóksalanna í Brattle.

Hérna er frumútgáfa af Carrie eftir Stephen King, árituð, á 3750 dollara, árituð ljósmynd af Gandhi á 3000 dollara og frumútgáfa af Catcher in the Rye eftir Salinger á 3.500 dollara.

Ég tók ekki eftir því hvað þetta kostaði, en þetta er fræg forsíða Chichago Daily Tribune frá því í forsetakosningunum 1948. Blaðið sló því upp að repúblikaninn Thomas E. Dewey hefði sigrað Harry Truman. En staðreyndin er að kosningarnar fóru á hinn veginn, Truman varð forseti. Það sem er merkilegt við þetta eintak er að það hefur verið áritað af Truman sjálfum sem skrifar – þetta var vitleysa.

Þarna er svo frumútgáfa af einni af barnabókum Beatrix Potter, hún hefur selst á 5000 dollara og svo er það ljóðabókin Kodak eftir Patti Smith frá 1972. Hún þykir meðal annars merkileg sökum þess að kápumyndin er ein fyrsta ljósmynd sem birtist eftir Robert Mapplethorpe. Bókin hefur selst á 2500 dollara.

Þetta er svo mesta verðmætið, hefur selst á heila 150 þúsund dollara. The Federalist var safn ritgerða um stjórnarskrármál sem voru ritaðar af Alexander Hamilton, James Madison og John Jay á árunum  1787 og 1788.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós

Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári telur fylgishrun Sjálfstæðisflokksins tengjast tuðinu í Þjóðmálamönnum

Gunnar Smári telur fylgishrun Sjálfstæðisflokksins tengjast tuðinu í Þjóðmálamönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gallupkönnun: Yfirgnæfandi meirihluti vill rannsóknarnefnd á störf sérstaks saksóknara í hrunmálum

Gallupkönnun: Yfirgnæfandi meirihluti vill rannsóknarnefnd á störf sérstaks saksóknara í hrunmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar