fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Eyjan

Heiðurs-Grikkinn Hanks

Egill Helgason
Laugardaginn 28. desember 2019 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þessari frétt segir að Tom Hanks hafi verið gerður að sérstökum heiðurs-Grikkja. Tom Hanks og kona hans Rita Wilson, sem er af grískum ættum, eiga hús á eyjunni Antiparos. Hún er gengt eyjunni Folegandros sem þar sem við fjölskyldan dveljum árlega, maður getur horft þar yfir.

Hugtakið philhellene er til í mörgum tungumálum – það þýðir í raun eitthvað svipað og Íslandsvinur – en rætur þess eru gamlar og merkingin djúp, þeir sem fengu þennan titil voru aðallega unnendur klassískrar grískrar menningar og þeir sem studdu sjálfstæði Grikklands á 19. öld, sá frægasti er Byron lávarður sem fór beinlínis til Grikklands til að berjast fyrir sjálfstæðinu og andaðist þar.

Við höfum stundum orðið vör við ferðir áðurnefndra hjóna, en ekki hitt þau í eigin persónu. Það gæti auðvitað verið gaman því við höfum haft spurnir af því að þetta séu dæmalaust ágætt fólk. Ætli Hanks fari ekki nærri því að vera vinsælasti Bandaríkjamaður sem uppi er?

En í fyrrasumar fengum við símtal, það var frá bandarískum vini, erindi hans var að spyrja hvort við gætum ráðlagt Tom og Ritu – þannig var það orðað – hvar best væri fyrir þau að borða á Folegandros. Fylgdi með sögunni að þau vildu ekki vera á einu af aðaltorgunum þar sem þau myndu vekja of mikla athygli.

Sigurveig kona mín leysti úr málinu og benti á stað sem nefnist Blue Cusine. Þar er framreiddur grískur matur en á nútímalegan hátt.

Annars er eyjan sem betur fer ekki athvarf ríka og fræga fólksins, ekki fremur en Antiparos þar sem Hanks á sitt hús. Flest það lið fer til Mykonos, á eyju sem er best að forðast í lengstu lög, má þó stundum brosa út í annað eins og að sjónvarpsþáttaröð sem fjallaði um klúbb sem leikkonan Lindsey Lohan rak þar á einni ströndinni. Sá var bráðfyndinn á sinn hátt – en alveg óvart. Maður hló semsagt á vitlausum stöðum – því miður hefur framleiðslu þáttanna verið hætt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Zoom drap Sókrates

Nína Richter skrifar: Þegar Zoom drap Sókrates
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi