fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Vilja veita almenningi skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins stefnir að því að leggja fram frumvarp í næstu viku þar sem kveðið er á um skattalega hvata til almennings vegna hlutabréfakaupa. Stórir einkafjárfestar og forstöðumenn hlutabréfasjóða hafa lýst yfir áhyggjum af hversu fáir virkir þátttakendur eru á íslenska hlutabréfamarkaðnum en lífeyrissjóðir hafa dregið úr eign sinni í hlutabréfasjóðum og hluthöfum í skráðum félögum hefur farið fækkandi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

„Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er ekki nægilega öflugur. Það hefur verið bent á hversu stórt hlutverk lífeyrissjóðirnir leika á íslenskum hlutabréfamarkaði en ég tel að verkefnið snúist ekki um að draga úr þátttöku lífeyrissjóðanna á markaðinum heldur ef la og auka þátttöku annarra fjárfesta, og ekki síður almennings. Það er hægt að gera með því að innleiða hér að nýju skattalega hvata til hlutabréfakaupa fyrir almenning.“

Hefur blaðið eftir Óla Birni Kárasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Í Hvítbók um fjármálakerfið var lagt til að skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa verði tekinn upp til að efla virkni hlutabréfamarkaðarins. Slíkur afsláttur var í boði á tíunda áratugnum þegar hlutabréfamarkaðurinn var byggður upp en hann var afnuminn í áföngum og afnuminn upp úr aldamótum.

Fréttablaðið hefur eftir Óla Birni að hann búist ekki við að frumvarpið mæti mikilli mótstöðu á þinginu og það muni koma honum á óvart ef fólk sé á móti því að styðja við bakið á almenningi í að kaupa hlutabréf í skráðum félögum og veita því skattaafslátt á móti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins