fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Alls 6500 manns atvinnulausir í júlí

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar voru mjög litlar breytingar á milli júní og júlí 2019. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægri en í júní. Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum voru atvinnulausir 6.500 í júlí, eða 3,1%, sem er 0,2 prósentustigum lægra hlutfall en í júní. Leiðrétt hlutfall starfandi fólks var 78,7% fyrir júlí 2019 sem er það sama og í júní.

Þegar horft er til síðustu sex mánaða sýnir leitni að árstíðaleiðréttar tölur um atvinnuþátttöku lækkuðu lítillega eða um 0,3 prósentustig. Hlutfall starfandi lækkaði einnig eða um hálft prósentustig um leið og atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig.

Samkvæmt óleiðréttum mælingum voru að jafnaði 213.800 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í júlí 2019. Það jafngildir 83,4% (±2,3) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu reyndust 208.400 (±6.300) vera starfandi og 5.400 (±2.500) án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 81,3% (±2,5) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,5% (±1,2).

Samanburður mælinga fyrir júlí 2018 og 2019 sýnir að vinnuafli fjölgaði um 3.000 manns, en hlutfall þess af mannfjölda lækkaði um 0,7 prósentustig. Starfandi fólki fjölgaði um 2.700 og hlutfallið var einnig 0,7 prósentustigum lægra en það var á sama tíma árið 2018.

Atvinnulausir í júlí 2019 voru um 200 manns fleiri en á sama tíma árið 2018 þegar þeir voru 5.200. Hlutfall atvinnlausra var þó það sama eða 2,5%. Alls voru 42.500 utan vinnumarkaðar í júlí 2019 en höfðu verið 39.800 í júlí 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti