fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Tveir flokkar sem eru vanbúnir fyrir kosningar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 3. ágúst 2016 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við að kosningar eru væntanlega eftir tvo og hálfan mánuð, er furðu lítið að frétta af framboðsmálum þeirra tveggja stjórnmálaflokka sem virðast vera í mestum vandræðum. (Ég undanskil reyndar Bjarta framtíð, það er vart hægt að ímynda sér að sá flokkum komi saman framboðslistum.)

Samfylkingin mun ætla að halda svokallað flokksval 8.-10. september. Engin flokkur þar jafnmikið á endurnýjun að halda, að liðtækt nýtt fólk gefi sig fram og sækist eftir sæti á lista. Eitt vandamál Samfylkingarinnar er að sömu gömlu þingmennirnir vilja ekki gefa eftir sætin sín – nú er Kristján Möller reyndar á förum, það eru um það bil einu tíðindin sem hafa verið af framboðsmálum flokksins, fyrir utan að Magnús Orri Schram ætlar ekki í framboð.

Framsóknarflokkurinn er í þeirri sérkennilegu stöðu að ekki er almennilega vitað hver leiðir flokkinn í kosningunum. Innan hans er reyndar deilt um hvort kjördagur á að vera í haust eða ekki. Sigurður Ingi Jónsson er forsætisráðherra en svo segja sumir að flokkurinn ætti betri möguleika með Lilju Alfreðsdóttur í forsvari. Hún er ekki búin að segja af eða á með þingframboð.  Fjöldi þingmanna ætlar að hætta. Á heimasíðu flokksins kemur fram að uppröðun á lista í Reykjavík verði á kjördæmisþingi 27. ágúst.

Flest bendir þó til þess að það verði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem verður fremstur í flokki í kosningunum í haust. Hann er formaður flokksins, verður varla settur af úr þessu. Þótt framsóknarmenn virki býsna ráðvilltir er líka að finna mikla tryggð gagnvart honum innan flokksins. Hann skóp jú stærsta kosningasigurinn í sögu Framsóknar. Sigmundur ítrekar andstöðu sína við haustkosningar í Morgunblaðinu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þetta, meðal annars í Orðinu á götunni hér á Eyjunni þar sem er spurt hvort forsætisráðherrann njóti stuðnings þingflokksins og hvert sé vægi flokksformannsins.

En svo er náttúrlega hugsanlegt að Sigmundur sé að reyna að skapa sér ákveðna vígstöðu í kosningunum, að hann geti þá vísað til þess í kosningabaráttunni að boðað hafi verið til kosninga – fyrst og fremst af Sjálfstæðisflokknum, í óðagáti – áður en hægt var að klára ýmis mál. Það er eiginlega líklegra en að Sigmundur haldi að enn sé möguleiki á að fresta kosningunum. Þegar nýr forseti Íslands er farinn að tala um þær sem veruleika á haustmánuðum er varla hægt að snúa aftur. Sigmundur hlýtur að skilja það, enda vakir líklega fyrst og fremst fyrir honum að geta sagt að það hafi verið ótímabært að boða til kosninganna og hann hafi varað við því.

 

b604f67a3a-380x230_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“