fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Vopnin streyma frá Evrópu til Sýrlands – en fólkið fer í öfuga átt

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. júlí 2016 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hræsnin í heiminum með stóru H-i. Á meðan átökin í Sýrlandi eru að valda miklum usla og ójafnvægi í Evrópu, flóttamenn streyma þangað, neyð þeirra er hræðileg, en óvild og hatur innfæddra magnast gegn þeim – já, á sama tíma er í gangi stórfelld sala á vopnum til stríðsaðila.

Guardian greinir frá vinnu rannsóknarblaðamanna sem rekja slóð vopnasölu í gegnum ríki í Austur-Evrópu og á Balkanskaga, Tékkland, Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Bosníu, Montenegro, Búlgaríu og Slóvakíu. Mörg þessara ríkja eru í Evrópusambandinu. Það er greint frá því að upphæðirnar sem um er að tefla nemi meira en milljarði breskra punda, það eru hátt í tvö hundruð milljarðar íslenskra króna. Þetta eru árásarriflar, vélbyssur, sprengivörpur og fleira slíkt.

Vopnin streyma í til Miðausturlanda en fólkið streymir þaðan. Sjúkt ástand.

 

1072704625

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann