fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Sundhöllin og hið spartverska andrúmsloft

Egill Helgason
Föstudaginn 12. ágúst 2016 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er póstkort sem sýnir hvernig Sundhöllin í Reykjavík leit út eftir að hún var fyrst opnuð, 1937. Hún hefur verið lokuð vegna viðgerða en opnaði aftur í gær  – og síðar verður tekin í notkun útisundlaug við hliðina á henni, veitir ekki af.

Sundhöllin er glæsileg bygging, bæði að ytra og innra byrði. Hún er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni – hverjum öðrum? Samt held ég að börn í Reykjavík hafi mörg hver haft blendnar tilfinningar gagnvart henni. Í Sundhöllinni ríkti strangt, mér liggur við að segja spartverkst andrúmsloft.

Börnin fengu mismunandi litar teygjur og var vísað  upp úr þegar þeirra tími kom, þau fengu semsagt að vera í lauginni í hollum. Voru miskunnarlaust rekin upp úr þegar tíminn var útrunninn. Og í sturtuklefunum var hreinlætiskrafan mjög ströng og framfylgt af ábúðarmiklu starfsfólki. Manni fannst viðmótið alveg mátulega vinsamlegt.

En þetta voru auðvitað allt framfarir, bæði í hreinlæti og íþróttum. Sundhöllin var lengi í byggingu, fór mikið fram úr fjárhagsáætlunum, en þegar hún var loks tekin í notkun höfðu menn uppi heitstrengingar um að nú myndu öll börn í Reykjavík loksins læra að synda.

Ég skrifa þetta alveg eftir minni, en mér finnst ég hafa lesið á einhverjum stað að hugmyndir hafi verið uppi um að fangelsa menn í hálfbyggðri byggingu Sundhallarinnar á tíma Gúttóslagsins 1932. Þá var nánast byltingarástand í bænum og yfirvöld óttuðust að ófriðurinn myndi magnast enn. Ekkert varð þó af þessum áformum – sem betur fer.

13903337_10208486984746734_1544720621333840508_n

Hér má svo geta eins af forstjórum Sundhallarinnar. Það var Þorgeir Sveinbjarnarson sem var ættaður úr Skorradal. Þorgeir var íþróttakennari, en hallaðist að ljóðlist og kvaddi sér hljóðs á þeim vettvangi með ljóðabókinni Vísum Bergþóru árið 1955. Þá var hann fimmtugur. Hann gaf út tvær aðrar ljóðabækur, Vísur um drauminn og Vísur jarðarinnar, áður en hann lést 1971.

Ég rakst á Vísur Bergþóru í bókaskáp á heimili þar sem ég var gestkomandi þegar ég var unglingur. Skáldið vakti forvitni mína. Ýmislegt hef ég lesið fallegt eftir Þorgeir síðan, en hann hefur ekki verið mér ofarlega í huga síðustu ár fyrr en vinur minn á Facebook póstaði þessu kvæði um daginn. Þetta er úr ljóði sem nefnist Landslag:

Og þú lítur
af leitinu innan við bæinn
birtingu nýrrar stundar.
Land þitt hefst
í söng yfir sæinn
í frjálsum tónum
fagurt og morgunglatt.

Rís í dag
í hæðum, ásum og hjöllum,
horfir til þín í fjöllum,
ber við draum þinn í bjargtign.

Bezti hljómgrunnur ljóssins
í heiminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu