fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Sumarkvöld í Reykjavík og Þórarinn B.

Egill Helgason
Sunnudaginn 31. júlí 2016 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er mynd sem ég tók vestur á Ægissíðu um sólarlagsbil fyrir fáum dögum. Þau hafa verið mörg fögur sólarlögin í Reykjavík undanfarið. Maður man vart annað eins.

 

13782043_10154394484970439_2598339427160944153_n

 

Þegar ég horfði á rauðgullinn kvöldhimin í gær kom upp í huga mér málarinn Þórarinn B. Þorláksson. Hann var fyrsti Íslendingurinn sem nam málaralist í útlöndum og sá fyrsti sem hlaut hélt eiginlega listsýningu hér á landi og hlaut opinbera styrki til að vinna að list sinni. Talinn einn helsti frumkvöðull í myndlist á Íslandi.

Þórarinn var landslagsmálari – og hann er ekki síst málari sumarnáttanna. Hann málar í Reykjavík, mótif sem við þekkjum vel þótt síðan hafi sprottið upp heil borg. Í verkum sínum fangar hann birtuna sem við höfum séð á sumarkvöldunum undanfarið. Sjáið tærleikann í myndunum og litina!

 

1024px-Sumarkvold_vid_reykjavik

 

Þessi mynd er frá 1904 og kallast einfaldlega Sumarkvöld í Reykjavík. Það er stúlka sem situr á steini og horfir á sólarlagið en í fjarska siglir skip. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir staðsetningunni, en þetta er kunnuglegt.

 

45ab951f9209aa3

 

Þessi mynd hefur verið nefnd Sólarlag við Tjörnina. Hún er frá 1905. Þarna er horft yfir Tjörnina upp á Landakotshæð og Hólavelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?