fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Pírataprófkjörin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. júlí 2016 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég nefndi það í gær að ekki væru aðgengilegar samanteknar upplýsingar um hverjir byðu sig fram í prófkjörum hjá Pírötum. En nú hefur verið gerð bragarbót á þessu.

Hér er vefurinn piratar.is og þar eru ýmsar upplýsingar um prófkjörin hjá Pírötunum.

Þarna er að finna upplýsingar um þá Pírata sem sækjast eftir sæti í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í Suðvesturkjördæmi og í  Suðurkjördæmi.

Samkvæmt vefnum er hægt að tilkynna um þátttöku í kjördæmunum á höfuðborgarsvæðinu til 1. ágúst, hið sama gildir um Suðurkjördæmi. Þar fara prófkjörin fram í „opnu kosningakerfi“ 2.-12. ágúst með svokallaðri Schulze aðferð. Í Norðvesturkjördæmi er hægt að tilkynna framboð til 7. ágúst, en þar fer prófkjörið fram 8.-14. ágúst.

Á vefnum segir um kjörgengi og kosningarétti:

Kjörgengir í prófkjörum eru allir skráðir Píratar sem uppfylla skilyrði um kjörgengi til Alþingiskosninga. Kosningarétt í prófkjörum hafa skráðir Píratar samkvæmt lögum Pírata, eða þeir Píratar sem skráðir hafa verið í Pírata 30 dögum áður en kosningu lýkur.

Enn eiga væntanlega eftir að bætast frambjóðendur í hópinn og veitir kannski ekki af miðað við upplýsingarnar sem þarna er að finna. Prófkjör Píratanna í Norðausturlandi var þeim ekki sérstaklega til framdráttar. Einungis 78 manns greiddu atkvæði í prófkjörinu, en efsta sætið hreppti Einar Brynjólfsson framhaldsskólakennari.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti