fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Ekki á vísan að róa með Viðreisn

Egill Helgason
Mánudaginn 18. júlí 2016 16:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talað um alls kyns fólk sem á að vera á leiðinni í framboð fyrir Viðreisn. Höllu Tómasdóttur, Pál Magnússon, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, jafnvel Össur Skarphéðinsson – sem er fyrrverandi formaður annars stjórnmálaflokks, Samfylkingarinnar.

Satt að segja eru þessar vangaveltur ekki sérlega trúverðugar. Það er allsendis óvíst hvernig Viðreisn reiðir af þegar til kosninga kemur, fæst af þessu fólki er sérlega líklegt til að taka áhættu að bjóða sig fram fyrir flokk sem kemur hugsanlega örfáum mönnum á þing – og gæti lognast út af eftir eitt kjörtímabil. Það er ekki á vísan að róa með Viðreisn.

Við sjáum hvernig er að fara fyrir Bjartri framtíð. Líklegast er að hún bjóði ekki fram í næstu kosningum. Pólitískum ferli þeirra sem settust á þing fyrir flokkinn er að ljúka.

Líklegra er að Páll Magnússon bjóði sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn (þar þarf reyndar að fara í gegnum strembin prófkjör), Halla Tómasdóttir líka – hafi hún áhuga á að fara í pólitík á annað borð – Ragnheiður Ríkharðsdóttir hætti einfaldlega og Össur haldi áfram í Samfylkingunni.

Ég ætla samt ekki að þykjast hafa einhverjar innri upplýsingar um þetta. Vinur minn einn heldur því fram í hálfkæringi að „Engeyjarflokkarnir“ fái samanlagt 30 prósent í kosningunum í haust. Þá á hann við Sjálfstæðisflokkinn undir forystu Bjarna Benediktssonar og Viðreisn undir forystu Benedikts Jóhannessonar, þeir eru frændur, báðir af ætt Engeyinga.

En kannski verður fylgið meira, og ein kenningin er sú að Viðreisn gæti hreinlega tryggt Sjálfstæðisflokki og Framsókn framhaldslíf í ríkisstjórn. Eða hvað er líklegt í þessu – að Viðreisn vilji vinna í þá áttina eða með Pírötum og Vg?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða