fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Hermenn hálshöggnir og hengdir á götunum

Egill Helgason
Sunnudaginn 17. júlí 2016 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkona mín sem býr í Tyrklandi sendir þetta bréf til vina sinna út um heiminn. Í því má lesa reiði, sárindi og vonbrigði með atburði í landinu.

Til allra vina minna sem búa ekki í Tyrklandi og fagna því að lýðræðið hafi lifað af eftir misheppnað valdarán. Virðingarfyllst þá segi ég við ykkur að þið eruð illa upplýst. Það sem gerðist í gær var ekki annað en að sló í brýnu milli tveggja hreyfinga sem eru báðar ofstækisfullar og gerspilltar.

Ég ætla ekki að afsaka valdaránstilraunina. Að því sögðu, bið ég ykkur að láta ekki blekkjast af fallegum myndum af friðsömum og hugrökkum (!?) mótmælendum. Frásögnin á fréttamiðlum hljómar eins og tyrkneskir borgarar hafi farið út til að verja land sitt gegn svívirðilegri árás hersins. Staðreyndin er sú að hin algjörlega óábyrga stjórn landsins hvatti til uppreisnar gegn valdaránsmönnum og reiðum múgi var skipað að fara út á göturnar.

Hermenn voru hengdir án dóms og laga, hálshöggnir og þeim hent fram af brúm. Ég sé fólk fagna myndum af fólki sem klifrar upp á skriðdreka, eins og það sé tákn um vilja fólksins sem leggur fasismann að velli. En það sem þið sjáið ekki á myndunum er að þetta fólk dró hermennina út úr skriðdrekunum og hengdi þá á götunum. Þetta eru ekki einhverjar vangaveltur, þessar myndir er hægt að finna með aðstoð leitarvéla, ofbeldismennirnir deildu þeim á samfélagsmiðlum. Þessar myndir eru ekki síður hryllilegar en myndir af þyrlum og hermönnum sem skjóta á borgarana. En því miður sjáum við nær einungis aðra hlið sögunnar.

Enginn á götunum þessa nótt var saklaus. Allir voru komnir þangað út til að drepa. Eins og einn vinur minn sagði, lýðræðið í Tyrklandi gaf þarna upp öndina eftir að hafa verið lengi á dánarbeðinu.

Vinir mínir, munið, það var ekkert jákvætt við þessa atburði. Ekkert.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti