fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Ekki afhenda Trump Hvíta húsið

Egill Helgason
Laugardaginn 28. maí 2016 20:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður les greinar á netinu þar sem stuðningsmenn Bernies Sanders hafa uppi miklar heitstrengingar um að þeir muni aldrei kjósa Hillary Clinton – ekki þótt hún sé í framboði gegn Donald Trump og geti ein komið í veg fyrir að hann verði forseti.

Jonathan Freedland skrifar grein í Guardian þar sem hann biðlar til stuðningsmanna Sanders að leyfa ekki Trump að vinna – þeir hati Hillary svo mikið að hætta sé á því. Hann nefnir í því sambandi leikkonuna Susan Sarandon sem hefur sagt að ef Trump vinni komi byltingin kannski fyrr. Eins og Freedland segir – þetta hljómar eins og lenínismi.

Liðsmenn Sanders nefna stuðning Hillary við Íraksstríðið, að hún sé haukur í utanríkismálum, að hún sé á mála hjá Wall Street. Freedland bendir á að hún hafi verið hötuð af hægrinu þegar hún var forsetafrú, þá var hún úthrópuð sem feminasisti. Og hann nefnir líka á að framboð Sanders hafi ýtt henni til vinstri, til dæmis gagnvart ójöfnuði – og að stefnuskrá hennar sé raunhæfari, líklegri til að komast í framkvæmd, en hjá Sanders.

Þetta er samt ekki aðalmálið, segir Freedland. Í kosningunum í nóvember verður valið milli Trumps og Clinton. Clinton hefur fengið 3 milljónum fleiri atkvæði en Sanders, en Sanders mun varla gefast upp fyrr en á flokksþinginu í júlí. Á tímanum þangað til geta stuðningsmenn Sanders haldið áfram að skaða Clinton.

Freedland nefnir nokkur dæmi máli sínu til stuðnings. 1968 var Eugene McCarthy vinsæll frambjóðandi hjá Demókrötum, einkum hjá ungu fólki. Margt af því gat ekki hugsað sér að kjósa frambjóðanda flokksins sem var Hubert Humphrey. Niðurstaðan var að Richard Nixon varð forseti.

1980 var það Ted Kennedy sem var hampað á kostnað Carters forseta sem sóttist eftir endurkjöri. Ronald Reagan varð forseti og sat í átta ár.

Árið 2000 átti Al Gore erfitt uppdráttar sem frambjóðandi Demókrata. Margt fólk á vinstri vængnum kaus Ralph Nader sem var sjálfstæður frambjóðandi. George W. Bush vann kosningarnar naumlega – það vantaði ekki nema nokkur hundruð atkvæði í Flórida. Þar fékk Nader 97,421 atkvæði, aðeins brot af þessum kjósendum hefði getað tryggt Gore forsetaembættið.

Skipti það máli? Jú. Það er hugsanlegt að Íraksstríðið hefði aldrei orðið ef Gore hefði náð kjöri. Gore brann að auki í andanum vegna loftslagsbreytinga – stefnan gagnvart þeim hefði verið allt önnur í forsetatíð hans.

Nú stöndum við frammi fyrir því sem gætu verið fjögur ár af Trump. Hann er hugsanlega verri og hættulegri en Bush – sem er kannski versti forseti í síðari tíma sögu Bandaríkjanna. En af hverju ætti vinstra fólk, þeir sem vilja róttækar breytingar, að að lúffa. Hví ætti að að þurfa að velja hinn skárri af tveimur vondum kostum?

Freedland segir að þetta séu skiljanleg rök, en við svona aðstæður hjóti þau að víkja. Hann nefnir dæmi frá Frakklandi árið 2002. Þá komust þeir tveir áfram í aðra umferð forsetakosninga Jean-Marie Le Pen, hinn pópúlíski þjóðernissinni, og Jacques Chirac, íhaldsmaðurinn sem þá var forseti. Eins og Freedland orðar það, franska vinstrið hélt fyrir nefið og kaus Chirac frekar enn rasistann.

Það ætti ekki að vera svo erfitt í Bandaríkjunum þetta árið, Hillary er engin Chirac, segir hann.

Freedland endar á því að taka fram að Sanders hafi náð miklum árangri í kosningunum. Hann hafi hugsanlega náð að skapa nýja umbótahreyfingu í Bandaríkjunum. En þegar síðustu prófkjörunum lýkur þurfi hann að breyta málflutningi sínum og hætta að tala Hillary niður – og þar með gera hana ókjósanlega í huga ungra, frjálslyndra og sjálfstæðra kjósenda.

Hann verði í raun að lýsa yfir háværum og ótvíræðum stuðningi við hana. Fylgið við Hillary er fallandi. Ef það hrapar lengra niður verður sigurvegarinn ekki Sanders eða vinstrið, heldur Donald Trump forseti – og myrkrið sem hann mun leiða yfir Ameríku og heiminn.

 

retirement-blog-social-security-clinton-and-sanders-debate

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti