fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Úr íslenskri kvikmyndasögu: Stórmyndin um Sigurð Fáfnisbana

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. mars 2013 18:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég skrifaði um daginn um frönsku kvikmyndina La cicatrice interieure sem var tekin á Íslandi í kringum 1970. Hún telst vera gleymd Íslandskvikmynd.

Hér er önnur – sem er ekki jafn gleymd. Ekki alveg.

Þetta er ein mesta stórmynd sem Þjóðverjar höfðu ráðist í, Niflungasaga eða Die Niebelungen, og var sýnd í tveimur hlutum árið á sjöunda áratugnum.

Eins og sjá má í frétt í Tímanum 30. mars 1966 var þetta heilmikið fyrirtæki.

Niebelungen

Myndin var frumsýnd í Þýskalandi fyrir jól 1966 og var líka jólamynd á Íslandi, hún var sýnd í Laugarásbíói annan í jólum 1966. Þá hefur hún verið glæný, það var sjaldgæft að svo nýjar myndir kæmu í bíóin hér á þessum árum. Á Íslandi hét myndin Sigurður Fáfnisbani. Í umfjöllun um hana þá segir að tökur hafi verið við Dyrhólaey, á Sólheimasandi, á Þingvöllum, við Gullfoss og Geysi og í Surtsey.

Út kom á Íslandi barnabók með litmyndum úr kvikmyndinni.

Hér eru brot úr myndinni þar sem má meðal annars sjá Dyrhólaey og Geysi.

Það er að segja af hinum vasklega Uwe Beyer sem lék Sigurð Fráfnisbana að hann var íþróttamaður, sleggjukastari. Hann vann til verðlauna á Ólympíuleikum. En hann var af kynslóð íþróttamanna sem fór að nota stera og dó af völdum þeirra, 48 ára að aldri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?