fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025

Segir Leu Michele hafa gert upplifun sína í Glee að „lifandi helvíti“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. júní 2020 10:42

Lea Michele.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Samantha Marie Ware hefur opnað sig um upplifun sína að vinna með Leu Michele við sjónvarpsþáttinn Glee. E! News greinir frá.

Lea Michele skaust upp á stjörnuhiminninn þegar hún fór með hlutverk Rachel Berry í sjónvarpsþáttunum Glee á árunum 2009 til 2015.

Lea Michele tjáði sig um dauða George Floyd, mannsins sem var drepinn af lögreglunni í Minnesota, á Twitter á föstudaginn.

„George Floyd átti þetta ekki skilið. Þetta var ekki einangrað atvik og þessu verður að linna,“ skrifaði Lea á Twitter.

Samantha lék Jane Hayward í sjöttu þáttaröð Glee. Hún svaraði Leu Michele á Twitter og sakaði hana um kynþáttafordóma.

Lea og Samantha.

„Manstu þegar þú gerðir mitt fyrsta hlutverk í sjónvarpi að helvíti?! Því ég mun aldrei gleyma því. Þú sagðir öllum að ef þú fengir tækifæri til þess þá myndirðu „skíta í hárkolluna mína,““

segir Samantha og bætir við að í kjölfarið hafi hún efast um feril sinn í Hollywood.

Tístið hefur vakið gríðarlega athygli og hafa aðrir aukaleikarar í Glee stigið fram og sagt sögur sínar af Leu Michele.

Dabier, sem kom fram í þætti af Glee árið 2014, sagði að Lea leyfði honum ekki að sitja með hinum leikurunum „af því að ég „passaði ekki í hópinn!“ Fokkaðu þér Lea!“ Segir hann á Twitter.

Lea á líka að hafa kallað aukaleikarana kakkalakka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.