fbpx
Mánudagur 01.desember 2025

Sjáðu hana þyngjast um 20 kíló

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 22. júní 2020 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Aimee Leigh Poulter sýnir frá því hvernig henni tókst að þyngja sig um tæp tuttugu kíló í myndbandi á TikTok. Myndbandið hefur slegið í gegn og fengið yfir 3,1 milljón áhorf.

„Sjáðu mig fara frá því að vera 54 kíló til þess að vera 72,5 kiló,“ skrifar Aimee.

@aimeepoulterwatch me go from 120lb to 160lb ##SelfCareRoutine ##foru ##xyzbca ##healthyliving ##familydinner ##workout ##blm ##workoutplan ##foryoupage ##fyp ##gym♬ original sound – motivational_speakers

Í byrjun myndbandsins má sjá Aimee þegar hún var sem léttust. Í myndbandinu er hún í ræktinni að lyfta og því lengra sem líður á myndbandið því þyngra lyftir hún og því vöðvastæltari er hún.

Mynd: Instagram

Yfir 744 þúsund manns hafa líkað við myndbandið og fjöldi fólks skrifað við það.

„Ég elska að sjá einhvern reyna að þyngja sig. Það er frábært að létta sig en þú sérð svo sjaldan fólk reyna að þyngja sig,“ skrifar einn netverji.

„Mjög satt, það er ótrúlega erfitt að þyngja sig,“ svarar Aimee og ráðleggur fólki að borða og lyfta ef það vill ná sama árangri.

„Ég var mjög veikburða þegar ég byrjaði að lyfta og ef ég hefði gefist upp þá væri ég ekki á þessum stað í dag,“ segir Aimee.

Aimee byrjaði að lyfta árið 2018. Hún æfir fjórum til fimm sinnum í viku, 60-90 mínútur í senn.

https://www.instagram.com/p/B4GFcGVJ3Q1/

Aimee birti þessa „fyrir og eftir“ mynd í október í fyrra. Hún segir frá því hvernig hún var vön að telja hverja einustu kaloríu en í dag borðar hún hvað sem hún vill, á meðan það er vegan. En Aimee fylgir plöntumiðuðu mataræði.

„Allt er mögulegt ef þú leggur þig fram og vilt það nógu mikið,“ segir hún.

Aimee er í bata frá átröskun og segir að það sé það erfiðasta sem hún hefur gert.

„Ég er um tuttugu kílóum þyngri og hamingjusamari og heilbrigðari en ég hef nokkurn tíma verið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Beckham opinberar hvað honum finnst um Ruben Amorim

Beckham opinberar hvað honum finnst um Ruben Amorim
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Trump segir Maduro og eiginkonu hans að yfirgefa Venesúela strax

Trump segir Maduro og eiginkonu hans að yfirgefa Venesúela strax
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

„Þetta var ár breytinga fyrir mig persónulega“

„Þetta var ár breytinga fyrir mig persónulega“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Vikan á Instagram – Fékk sér tattú undir brjóstin svo þú hafir afsökun að horfa

Vikan á Instagram – Fékk sér tattú undir brjóstin svo þú hafir afsökun að horfa
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.