fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025

Endurgera meistaraverk heima í stofu og deila á samfélagsmiðlum

Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 30. mars 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tímum einangrunar og sóttkvíar virðist nú sem menn hafi mismikinn frítíma á höndum sér sem þeir reyna ólmir að fylla upp í með ýmsum leiðum. Sumir gerast sjálfskipaðir sérfræðingar í ónæmis- og faraldsfræði, aðrir taka húsið sitt í gegn og enn aðrir endurskapa meistaraverk listasögunnar með ljósmyndatæknina að vopni.

Hollenska Instagramsíðan @tussenkunstenquarantaine eða á íslensku: „milli listar og sóttkvíar“, hefur heldur betur tekið vaxtarkipp síðan eigandi hennar sett inn fyrsta framlagið fyrir um tveimur vikum síðan. Nú hafa hartnær 400 verk fylgt í kjölfarið og þau eru hvert öðru betri!

Stúlkan með perlueyrnalokkinn er eitt frægasta listaverk málarans Johannes Vermeer og hefur verið endurgert ótal sinnum. Hér er fyrsta innleggið á Instagramsíðunni.

Reglurnar eru einfaldar:

Ert þú að vinna heima? Þrengja veggirnir að þér? Hér er heimagerð list.

  1. Veldu þér listaverk
  2. Notaðu amk 3 atriði og endurgerðu verkið.
  3. Deildu því á @tussenkunstenquarantaine

Fyrir þá sem eru ekki á Instagram. Á facebooksíðu Museum News má fletta í gegnum fjölda ljósmynda sem safnið hefur tekið saman og endurbirt á veggnum sínum.

Stúlkan með perlueyrnalokkinn er að vanda vinsælt efni til þess að vinna með.

Þessi endurgerði „fat cat art“ útgáfu af Stúlkunni með perlueyrnalokkinn okkur til mikillar gleði.

Vertumnus eftir ítalska málarann Giuseppe Arcimboldo er einnig vinsælt viðfangsefni. Spurning hvort einhver leggi í að búa til útgáfu eingöngu með íslenskum afurðum?

Bananinn hans Maurizio Cattelan komst í fréttirnar fyrir stuttu, en ein útgáfa verksins seldist á 120,000 Bandaríkjadollara. Spurning hvert verðgildi klósettrúllunnar sé í dag?

Primavera eftir endurreisnarmálarann Sandro Botticelli hefur hér verið kippt harkalega inn í nútímann þar sem dísir dansa í sóttvarnargöllum og Merkúríus sótthreinsar andrúmsloftið.

Þetta er að sjálfsögðu engin pípa. En maður minn, sjáið þessa fótleggi!

Það er víst mikið rifist um hvaða gæludýr þetta sé á myndinni til hægri, en í nútímaútgáfunni er fimlega komist framhjá þeim umræðum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.